Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 01. júní 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Birta Georgsdóttir (FH)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Clara Sigurðardóttir.
Clara Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir.
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill Ellertsson.
Mikael Egill Ellertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birta Georgsdóttir lék í fyrra og sumarið 2018 á láni hjá FH frá Stjörnunni og ákvað í vetur að vera áfram í Hafnarfirðinum. Á síðustu leiktíð skoraði hún ellefu mörk þegar FH endaði í 2. sæti í 1. deild og vann sér inn sæti í deild þeirra bestu.

Birta er U19 ára landsliðskona og hefur alls leikið 25 leiki með yngri landsliðunum og skorað í þeim tvö mörk. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Birta Georgsdóttir.

Gælunafn: Goggib.

Aldur:17 ára.

Hjúskaparstaða: Föstu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Í byrjun 2018 með meistaraflokki Stjörnunnar.

Uppáhalds drykkur: Nocco.

Uppáhalds matsölustaður: Mathús Garðabæjar.

Hvernig bíl áttu: Hvítan Toyota Auris.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Love island eru geggjaðir.

Uppáhalds tónlistarmaður: Get ekki valið einn hlusta á svo marga.

Fyndnasti Íslendingurinn: Ég elska þegar Auddi og Steindi eru að gera einhverja vitleysu saman.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Oftast er það jarðaber, daim og þristur.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “❤️” frá mömmu.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Margrét Lára.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Bára Rúnars og síðan eru Guðni Eiríks og Árni Freyr deadly tvíeyki.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Cessa er alveg pirrandi góð í marki.

Sætasti sigurinn: Þegar við tryggðum okkur upp í pepsí í fyrra í lokaleik sumarsins.

Mestu vonbrigðin: 2017 þegar ég var í 2. flokki Stjörnunnar og við töpuðum í bikarúrslitum á móti Þór/KA á Akureyri, ætlaði að labba heim.

Uppáhalds lið í enska: Tottenham.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Sveindísi Jane.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Mikael Egill Ellertsson og Áslaug Munda.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Mikael Egill Ellertsson.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín metta.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Aníta Dögg markmaður er öflug.

Uppáhalds staður á Íslandi: Ætli það sé ekki bara Garðabærinn.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í fyrra sumar þegar ég var að sleppa í gegn á móti Grindavík en var tosuð tilbaka, á hárinu.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Slekk á símanum.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei, er ekki mikið að því.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Verð að segja stærðfræði.

Vandræðalegasta augnablik: Var að fara að keppa í Keflavík og var mætt í Reykjaneshöllina þegar ég fatta að ég gleymdi takkaskónum mínum heima.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki Clöru Sig og Rögnu Guðrúnu til þess að fíflast með og Karólínu Leu til þess að hafa einhvern aga.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: tók þátt í 800 metra hlaupi án þess að hafa farið á frjálsíþróttaæfingu og vann.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Var hrædd við Clöru Sigurðar eftir yngri flokkanna en djöfull er hún nice og skemmtileg.

Hverju laugstu síðast: Að ég væri búin að taka til í herberginu mínu.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun og hlaup án bolta.

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna, skóli frá 9-15, fer síðan að æfa og chilla restina af deginum.

Þú getur keypt Birtu í Draumaliðsdeild 50 Skills - Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner