Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Klásula Messi um að yfirgefa Barca er runnin út
Mynd: Getty Images
ESPN greinir frá því að sérstakt samningsákvæði sem myndi heimila Lionel Messi að yfirgefa Barcelona á frjálsri sölu í sumar sé runnið út.

Heimildarmenn ESPN innan Barcelona staðfestu fregnirnar en samningur Messi við félagið rennur út á næsta ári, viku eftir 34. afmælisdaginn.

Messi skrifaði undir fjögurra ára samning við Barca 2017, með sérstöku ákvæði sem gerði honum kleift að yfirgefa félagið á frjálsri sölu ári fyrir samningslok ef hann óskaði sérstaklega eftir því. Ákvæðið rann út 30. maí og ákvað argentínski snillingurinn ekki að nýta það.

Messi er einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar og vafalítið ein stærsta goðsögn í sögu Barcelona. Hann hefur spilað fyrir félagið alla sína tíð og gert 627 mörk í 718 leikjum.

Stjórn félagsins bjóst alltaf við að Messi myndi vera áfram en spurningarmerki voru sett við framtíð hans eftir opinbert rifrildi við Eric Abidal, yfirmann íþróttamála hjá Barca, fyrr á árinu.

Búist er við að Messi framlengi samninginn um eitt ár á næstu leiktíð en hann er enn í fullu fjöri þrátt fyrir hækkandi aldur. Hann er kominn með nítján mörk og tólf stoðsendingar í 22 deildarleikjum á tímabilinu og hefur ekki skorað undir 30 mörk á deildartímabili síðan 2015-16.

Barca er með tveggja stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar þegar ellefu umferðir eru eftir. Spænski boltinn á að fara af stað eftir tíu daga en næsti leikur Börsunga er skráður 13. júní á Majorka.
Athugasemdir
banner
banner
banner