Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 01. júní 2020 22:37
Ívan Guðjón Baldursson
Sonur Bjarna Guðjóns spilaði fyrir KR - Var hjá Rangers í febrúar
Jóhannes fór með U17 ára liði Rangers til Katar í febrúar. Hann stóð sig vel og skoraði tvö mörk.
Jóhannes fór með U17 ára liði Rangers til Katar í febrúar. Hann stóð sig vel og skoraði tvö mörk.
Mynd: Twitter
KR tók á móti Keflavík í æfingaleik í kvöld og gaf Rúnar Kristinsson þjálfari þremur ungum leikmönnum sitt fyrsta tækifæri með meistaraflokk.

Einn af þessum þremur er hinn gríðarlega efnilegi Jóhannes Kristinn Bjarnason, 15 ára gamall sonur Bjarna Guðjónssonar aðstoðarþjálfara KR. Hann kom inn í seinni hálfleik og spilaði á hægri kanti.

Undanfarið ár hefur Jóhannes Kristinn farið til Rangers, Kaupmannahafnar og Genk á reynslu. Hjá Rangers gekk honum sérstaklega vel og var lykilmaður á stóru U17-liða móti í Katar.

Ljóst er að Jóhannes á framtíðina fyrir sér en hann þarf ekki að fara langt til að finna fótboltahæfileika í fjölskyldunni, þar sem faðir hans lék meðal annars fyrir Genk, Stoke, Bochum og Coventry City á ferlinum.

Birgir Steinn Styrmisson og Valdimar Daði Sævarsson eru hinir tveir sem fengu tækifæri með aðalliðinu. Leiknum lauk með bragðdaufu 1-1 jafntefli.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner