Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Láki í nýju ævintýri í Portúgal: Þurfti að hrökkva eða stökkva
Magnús Örn Helgason: Töfrarnir vinna leikina fyrir þig
Jói Berg: Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota
Hjörtur Hermanns: Búinn að henda mínu nafni í hattinn
Sverrir Ingi: Helvíti góður séns ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Age Hareide: Held að formúlan sé fundin
Láki rýnir í landsleikinn: Síðasti leikur áfall fyrir alla
Steini: Kom ekki nálægt því að leikmenn yrðu ófrískar
Þorsteinn Aron: Markmiðið er alltaf að fara aftur út
Sverrir Ingi: Við vitum að við getum mikið betur
Aron Einar: Tvö skref til baka finnst mér
Alfreð: Erfitt að útskýra hvað gerðist eftir frábæra byrjun
Arnór Ingvi: Trúðum ekki á okkur sjálfa
Age Hareide: Þetta var svartur fimmtudagur!
Arnór Sig: Höfum sýnt hversu skemmtilegan fótbolta við getum spilað
   fim 01. júní 2023 22:20
Þorsteinn Haukur Harðarson
Dean Martin: Eins og í Rocky mynd
Lengjudeildin
watermark Dean Martin.
Dean Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta var frábært. Alveg geggjað. Liðsheildin með bakið upp við vegg með tíu menn inná. Þeir gerðu allt sem ég bað þá um að gera," sagði Dean Martin, þjálfari Selfoss, eftir nauman 2-1 sigur gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Þróttur R.

"Við byrjuðum vel. Menn fóru eftir planinu og voru að spila sem lið," segir Dean um byrjun leiksins þar sem Selfyssingar léku ákaflega vel.

Leikurinn breyttist mikið þegar Oskar Wasilewski, varnarmaður Selfyssinga, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. "Ég sá það ekki nógu vel. Það er alltaf hættulegt að henda sér í tæklingu á gulu spjaldi. Þá bara ertu að bjóða upp á þetta."

Selfyssingar hafa nú fengið 3 rauð spjöld í seinustu þremur leikjum. Dean hefur engar áhyggjur af því. "Nei þetta er ekki áhyggjuefni. Menn leggja sig bara alla í leikinn. Þetta er þunn lína og stundum eru menn óheppnir og fara yfir línuna."

Þá viðurkennir hann fúslega að hafa verið stressaður undir lok leiksins þegar Þróttarar herjuðu duglega á mark heimamanna í leit að jöfnunarmarkinu. "Auðvitað var ég stressaður en ég treysti bara á leikmennina á vellinum að henda sér fyrir alla bolta. Þetta er eins og í Rocky mynd. menn þurfa að klára allar loturnar þó þeir fái á sig högg og sigra svo á fleiri stigum."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner