Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 01. júní 2023 22:20
Þorsteinn Haukur Harðarson
Dean Martin: Eins og í Rocky mynd
Lengjudeildin
Dean Martin.
Dean Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta var frábært. Alveg geggjað. Liðsheildin með bakið upp við vegg með tíu menn inná. Þeir gerðu allt sem ég bað þá um að gera," sagði Dean Martin, þjálfari Selfoss, eftir nauman 2-1 sigur gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Þróttur R.

"Við byrjuðum vel. Menn fóru eftir planinu og voru að spila sem lið," segir Dean um byrjun leiksins þar sem Selfyssingar léku ákaflega vel.

Leikurinn breyttist mikið þegar Oskar Wasilewski, varnarmaður Selfyssinga, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. "Ég sá það ekki nógu vel. Það er alltaf hættulegt að henda sér í tæklingu á gulu spjaldi. Þá bara ertu að bjóða upp á þetta."

Selfyssingar hafa nú fengið 3 rauð spjöld í seinustu þremur leikjum. Dean hefur engar áhyggjur af því. "Nei þetta er ekki áhyggjuefni. Menn leggja sig bara alla í leikinn. Þetta er þunn lína og stundum eru menn óheppnir og fara yfir línuna."

Þá viðurkennir hann fúslega að hafa verið stressaður undir lok leiksins þegar Þróttarar herjuðu duglega á mark heimamanna í leit að jöfnunarmarkinu. "Auðvitað var ég stressaður en ég treysti bara á leikmennina á vellinum að henda sér fyrir alla bolta. Þetta er eins og í Rocky mynd. menn þurfa að klára allar loturnar þó þeir fái á sig högg og sigra svo á fleiri stigum."


Athugasemdir
banner