29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 01. júní 2023 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Fengu innblástur frá handboltaliðinu - „Ekkert annað í boði en að stíga upp“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV tapaði fimm leikjum í röð áður en það vann í dag
ÍBV tapaði fimm leikjum í röð áður en það vann í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var létt eftir 3-0 sigur liðsins á HK í Bestu deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  0 HK

Eyjamenn unnu sannfærandi sigur á HK. Liðið skoraði þrjú góð mörk og voru líklegir til að bæta við fleiri mörkum.

Þetta hefur verið svolítið erfitt síðustu vikur. Liðið hafði tapað fimm deildarleikjum í röð og búið að stilla því upp við vegg í botnsæti deildarinnar.

Hermann var hæstánægður með frammistöðuna.

„Engin spurning. Þetta hefur verið aðeins stöngin út síðustu tveir leikir og hefðu getað farið alla vega og engin spurning með það en þetta var frábær leikur í dag í 90 mínútur. Virkilega flott frammistaða og sköpuðum okkur urmul af færum. Sýnir karakterinn í klefanum því það er ekkert létt að tapa fimm leikjum og það er pressa og komnir á botninn en sýndi bara úr hverju menn eru gerðir og það eru bara alvöru menn þarna inn í klefanum,“ sagði Hermann við Tryggva Guðmundsson, fréttaritara Fótbolta.net, í dag.

Hermann segir að liðið hafi sótt innblástur í karlaliðið í handboltanum en það varð Íslandsmeistari í gær eftir að hafa unnið Hauka í oddaleik í Vestmannaeyjum.

„Þú hefur spilað nógu lengi til að átta þig á því að þú spilar bara eins vel og andstæðingurinn leyfir. Við leyfðum þeim ekkert að komast í neinn takt og áttum þá alls staðar á vellinum. Grimmdin, ákefðin og hungrið, vorum bara hungraðir í sigur. Frá fyrstu mínútu þá sá maður að menn ætluðu sér eitthvað og ætla að nýta mómentið og óska handboltaliðinu með sigurinn í gær. Það var aðeins búið að afskrifa þá og það var Eyjahjartað í þeim frá fyrstu mínútu í úrslitaleiknum þar og við notuðum það sem 'inspiration' að þegar búið er að ýta okkur upp við vegg og afskrifa okkur þá er ekkert annað í boði en að stíga upp og við gerðum það svo sannarlega.“

Handboltaliðið sýndi lærisveinum Hermanns stuðning í dag og mættu á leikinn ásamt því að bjóða upp á flugeldasýningu.

„Þeir voru með flugeldasýningu fyrir okkur í gær og í kvöld, vonandi gáfum við eitthvað til baka í dag. Þetta var frábær leikur.“

„Þarft karakter í þetta og sýndum sjálfum okkur og öðrum hvað við erum færir um. Í alla staði vorum við sterkari.“


Næsti leikur Eyjamanna er gegn KR og spurði því Tryggvi hvort allir Eyjamenn hötuðu ekki KR en Hermann var með svar við því.

„Jú er það ekki? Þú varst nú í KR, það er aðallega útaf því er það ekki?“ sagði Hermann kíminn í lokin.
Athugasemdir
banner