Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   fim 01. júní 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Igor Tudor yfirgefur Marseille - Vildi ekki vera áfram
Mynd: EPA
Igor Tudor mun yfirgefa stjórastöðu sína hjá Marseille þegar tímabilinu í Frakklandi lýkur á laugardag. Frá þessu greindi Pablo Longoria, forseti félagsins, á fréttamannafundi í dag.

Marseille á leik gegn gegn Ajaccio og mun enda í 3. sæti deildarinnar á eftir PSG og Lens.

„Við virðum það að Tudor vildi ekki vera áfram hjá félaginu. Núna gefum við boltann á hann og hann tjáir sig. Persónulega vil ég fyrir hönd félagsins þakka honum fyrir vinnuna sem hann hefur skilað af sér," sagði Longoria.

Tudor tók við Marseille fyrir tímabilið eftir að hafa þjálfað Hellas Verona þar á undan. Marseille endaði í öðru sæti frönsku deildarinnar á síðasta tímabili.

Tudor er 45 ára og lék á sínum tíma með Juventus og króatíska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner