Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   mið 01. júlí 2020 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Langþráður sigur WBA - Huddersfield að bjarga sér
West Bromwich Albion heimsótti Sheffield Wednesday í síðasta leik kvöldsins í Championship deildinni.

Sheffield siglir lygnan sjó um miðja deild en West Brom er í toppbaráttunni. West Brom byrjaði að hiksta í síðustu leikjunum fyrir Covid pásu og fór illa af stað eftir hlé, en liðið var aðeins búið að næla sér í tvö stig í fjórum leikjum fyrir leik kvöldsins.

Janfræði ríkti með liðunum í Sheffield en gestirnir voru heppnari og nýttu færin sín betur. Charlie Austin skoraði eina mark fyrri hálfleiksins úr vítaspyrnu og setti Matheus Pereira tvennu eftir leikhlé.

West Brom er áfram í öðru sæti, einu stigi eftir toppliði Leeds og fimm stigum á undan Brentford þegar sex umferðir eru eftir af tímabilinu.

Sheffield Wednesday 0 - 3 West Brom
0-1 Charlie Austin ('37, víti)
0-2 Matheus Pereira ('58)
0-3 Matheus Pereira ('85)

Huddersfield og Nottingham Forest unnu einnig sína leiki í kvöld.

Huddersfield er komið þremur stigum frá fallsvæðinu eftir sannfærandi sigur á útivelli gegn Birmingham.

Nottingham lagði Bristol City að velli þökk sé marki frá Tiago Silva á 62. mínútu.

Ashley Williams, fyrrum fyrirliði Swansea, fékk svo rautt spjald á 78. mínútu og þyngdist róðurinn fyrir Bristol, sem náði ekki að jafna.

Sigurinn er afar mikilvægur fyrir Nottingham sem er í góðri stöðu í umspilsbaráttunni. Bristol er sex stigum frá umspilinu.

Birmingham 0 - 3 Huddersfield
0-1 Karlan Ahearne-Grant ('10)
0-2 Fraizer Campbell ('51)
0-3 Elias Kachunga ('72)

Nottingham Forest 1 - 0 Bristol City
1-0 Tiago Silva ('62)
Rautt spjald: Ashley Williams, Bristol ('78)
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 23 15 6 2 54 23 +31 51
2 Middlesbrough 23 12 7 4 33 24 +9 43
3 Ipswich Town 23 10 8 5 38 23 +15 38
4 Hull City 23 11 5 7 39 37 +2 38
5 Preston NE 23 9 10 4 30 23 +7 37
6 Bristol City 23 10 6 7 32 25 +7 36
7 Millwall 23 10 6 7 25 31 -6 36
8 Watford 23 9 8 6 33 29 +4 35
9 QPR 23 10 5 8 33 35 -2 35
10 Stoke City 23 10 4 9 28 21 +7 34
11 Derby County 23 8 8 7 32 31 +1 32
12 Southampton 23 8 7 8 37 33 +4 31
13 Wrexham 23 7 10 6 32 30 +2 31
14 Leicester 23 8 7 8 32 33 -1 31
15 Birmingham 23 8 6 9 31 30 +1 30
16 West Brom 23 8 4 11 26 31 -5 28
17 Charlton Athletic 22 7 6 9 21 27 -6 27
18 Blackburn 22 7 5 10 22 26 -4 26
19 Sheffield Utd 23 8 2 13 31 36 -5 26
20 Swansea 23 7 5 11 24 31 -7 26
21 Oxford United 23 5 7 11 24 32 -8 22
22 Portsmouth 22 5 7 10 19 29 -10 22
23 Norwich 23 5 6 12 26 35 -9 21
24 Sheff Wed 22 1 7 14 18 45 -27 -8
Athugasemdir
banner
banner