Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 01. júlí 2022 18:16
Brynjar Ingi Erluson
Norwich hefur áhuga á Kristali Mána
Kristall Máni Ingason
Kristall Máni Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings, er að öllum líkindum á förum frá félaginu í þessum glugga en enska B-deildarfélagið Norwich City hefur mikinn áhuga þessum sóknarsinnaða leikmanni.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði í viðtali við Fótbolta.net í gær að það væri pottþétt að Kristall myndi fara frá liðinu í þessum glugga.

Arnar segir pottþétt að Kristall verði seldur núna í glugganum

Það var nefnt í útvarpsþætti Fótbolta.net að norska meistaraliðið Bodö/Glimt væri eitt þeirra félaga sem hefði áhuga á því að fá hann en nú er komið annað og stærra félag í myndina.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur enska B-deildarfélagið Norwich áhuga á þessum frábæra leikmanni. Njósnarar félagsins hafa fylgst náið með honum í leik með U21 árs landsliðinu og heillaði hann þó upp úr skónum.

Kristall, sem er tvítugur, hefur skorað fjögur og lagt upp önnur fimm mörk í Bestu-deildinni á þessari leiktíð og þá var hann gríðarlega öflugur er Víkingur varð Íslands- og bikarmeistari á síðasta ári.

Hann ætlar að reyna fyrir sér aftur út í atvinnumennsku en hann fór ungur að árum til FCK frá Fjölni. Kristall snéri aftur heim árið 2020 og gerði þá lánssamning við Víking en félagið fékk hann svo alfarið frá FCK í janúar.
Athugasemdir
banner
banner