Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. júlí 2022 20:17
Brynjar Ingi Erluson
Þungt högg fyrir lærisveina Milosar - Gætu verið án lykilmanns gegn Víkingi
Milos Milojevic
Milos Milojevic
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Milosar Milojevic hjá Malmö töpuðu fyrir Sundsvall í kvöld, 2-1, er liðin áttust við í sænsku úrvalsdeildinni en þetta var síðasti leikur Malmö fyrir leikinn gegn Víkingi R. í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Malmö hafði unnið síðustu tvo deildarleiki sína en fengu þungt högg í kvöld gegn Sundsvall.

Sundsvall var í næst neðsta sæti fyrir leikinn og hafði aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu en þriðji sigurinn kom í kvöld.

Malmö komst yfir á 7. mínútu en heimamenn náðu að snúa taflinu við áður en hálfleikurinn var úti.

Það sem verra er fyrir Malmö er að danski framherjinn Sören Rieks fór meiddur af velli og er óvíst hvort hann verði með er Malmö fær Víking R. í heimsókn í 1. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudag.

Liðin eigast þá við í fyrri leik liðanna áður en þau mætast viku síðar á Víkingsvellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner