Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 01. ágúst 2020 19:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard: Spiluðum ekki nægilega vel til að vinna úrslitaleik
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
„Við byrjuðum vel fyrstu 10-15 mínúturnar en það sem gerist eftir það, við getum aðeins kennt sjálfum okkur um það," sagði Frank Lampard, stjóri Chelsea, eftir tap gegn Arsenal í bikarúrslitaleiknum á Englandi.

„Við urðum værukærir, við vorum alltof lengi á boltanum og hleyptum þeim inn í leikinn. Það var svo erfitt að komast aftur inn í leikinn."

„Það eina sem ég get gert frá hliðarlínunni er að öskra. Við unnið í mörgum hlutum allt árið, en í dag vorum við hægir og buðum upp á pressu. Við spiluðum ekki nægilega vel til að vinna úrslitaleik."

Framundan er Meistaradeildin hjá Chelsea þar sem liðið mætir Bayern í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitunum. Fyrri leiknum tapaði Chelsea 3-0 á heimavelli.

„Ég er ekki byrjaður að hugsa um næstu viku, en það fóru þrír leikmenn okkar meiddir út af. Þetta er endirinn á löngu, löngu tímabili," sagði Lampard.
Athugasemdir
banner