Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 01. ágúst 2022 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís fljótasti leikmaður Evrópumótsins
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, var fljótasti leikmaður Evrópumótsins.

Mótinu lauk í gær þegar England hafði betur gegn Þýskalandi í úrslitaleiknum.

Núna þegar mótinu er lokið, þá er það Sveindís sem situr á toppi listans yfir leikmennina sem átti hröðustu sprettina á mótinu; Keflvíkingurinn átti hraðasta sprettinn á mótinu.

Sveindís átti hraðasta sprettinn eftir fyrstu umferð riðlakeppninnar þar sem hún átti sprett í leiknum gegn Belgíu sem mældist á 31,7 kílómetra hraða á klukkustund.

Það var ekki bætt. Næst kom Delphine Cascarino frá Frakklandi. Hún átti sprett sem mældist á 31,3 kílómetra hraða á klukkustund.

Það er því hægt að fullyrða það að Sveindís hafi verið fljótasti leikmaður Evrópumótsins í sumar.

Sandra í þriðja sæti
Það vekur þá athygli að Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands, er í þriðja sæti yfir flest varin skot á mótinu. Hún varði alls 17 skot, en markverðirnir sem eru fyrir ofan hana - frá Hollandi og Belgíu - spiluðu einum leik meira en hún.
Athugasemdir
banner
banner
banner