Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fim 01. ágúst 2024 22:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Selfyssingar með gott forskot fyrir versló - „Strákahelgi framundan"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Selfoss vann frábæran sigur á Víking Ólafsvík á heimavelli í kvöld. Liðið er komið með níu stiga forystu á toppi 2. deildar eftir sigurinn. Fótbolti.net ræddi við Bjarna Jóhannsson, þjálfara liðsins, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Víkingur Ó.

„Þetta var mjög erfiður leikur. Mér fannst við vera með leikinn á kafla í fyrri hálfleik og náðum tveimur fínum mörkum og ógnum þeim ágætlega. Í seinni hálfleik fannst mér við byrja vel en gerum klaufaleg mistök og fáum á okkur mark, það fíraði svolítið upp í þeim en við stóðumst pressuna," sagði Bjarni.

Víkingur kom boltanum í netið í stöðunni 2-1 en rangstaða var dæmd.

„Mér fannst flaggið vera löngu komið á loft en maður er ekki í neinni aðstöðu til að sjá þetta, hvorki við á bekknum né þeir. Það er alltaf djöfullegt í svona jöfnum leik að mark sé dæmt af mönnum."

Selfyssingar féllu úr Lengjudeildinni síðasta sumar en liðið er á góðri leið með að komast upp í Lengjudeildina á ný.

„Við höfum haldið sjó ágætlega og gengið vel á útivelli. Við vinnum ekki stóra sigra að undanskildu einu skipti en heilt yfir hefur okkur tekist að búa til ágætis lið," sagði Bjarni.

„Við verðum að verja þetta. Við erum með gott forskot núna og það bíður okkur ekkert annað en að verja þetta forskot. Við reynum að vanda okkur það sem eftir er. Nú er strákahelgi framundan, við vonum að menn komi heilir úr henni."


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner