Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fim 01. ágúst 2024 22:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Selfyssingar með gott forskot fyrir versló - „Strákahelgi framundan"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Selfoss vann frábæran sigur á Víking Ólafsvík á heimavelli í kvöld. Liðið er komið með níu stiga forystu á toppi 2. deildar eftir sigurinn. Fótbolti.net ræddi við Bjarna Jóhannsson, þjálfara liðsins, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Víkingur Ó.

„Þetta var mjög erfiður leikur. Mér fannst við vera með leikinn á kafla í fyrri hálfleik og náðum tveimur fínum mörkum og ógnum þeim ágætlega. Í seinni hálfleik fannst mér við byrja vel en gerum klaufaleg mistök og fáum á okkur mark, það fíraði svolítið upp í þeim en við stóðumst pressuna," sagði Bjarni.

Víkingur kom boltanum í netið í stöðunni 2-1 en rangstaða var dæmd.

„Mér fannst flaggið vera löngu komið á loft en maður er ekki í neinni aðstöðu til að sjá þetta, hvorki við á bekknum né þeir. Það er alltaf djöfullegt í svona jöfnum leik að mark sé dæmt af mönnum."

Selfyssingar féllu úr Lengjudeildinni síðasta sumar en liðið er á góðri leið með að komast upp í Lengjudeildina á ný.

„Við höfum haldið sjó ágætlega og gengið vel á útivelli. Við vinnum ekki stóra sigra að undanskildu einu skipti en heilt yfir hefur okkur tekist að búa til ágætis lið," sagði Bjarni.

„Við verðum að verja þetta. Við erum með gott forskot núna og það bíður okkur ekkert annað en að verja þetta forskot. Við reynum að vanda okkur það sem eftir er. Nú er strákahelgi framundan, við vonum að menn komi heilir úr henni."


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner