Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 01. október 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ödegaard búinn að skapa mest allra
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard hefur farið feykilega vel af stað með Real Sociedad í haust. Norski miðjumaðurinn er þar að láni frá Real Madrid.

Ödegaard þótti á sínum tíma eitt mesta efni Evrópu og var því fenginn yfir til Real. Hann hafði hljótt um sig á næstu árum en er núna að brjótast fram á sjónarsviðið, aðeins 20 ára gamall.

Hann var valinn besti leikmaður ágústmánaðar hjá Sociedad og hélt áfram að gera frábæra hluti í september. Ödegaard er búinn að leggja tvö mörk upp og skapa 23 færi í sjö fyrstu leikjum deildartímabilsins. Enginn leikmaður er búinn að skapa meira á upphafi tímabilsins.

Ödegaard er þá einnig búinn að skora tvö mörk og er Real Sociedad í 5. sæti, tveimur stigum frá toppnum.

Ödegaard verður 21 árs í desember og á 20 A-landsleiki að baki fyrir Noreg.
Athugasemdir
banner
banner