Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. október 2020 19:23
Kristófer Jónsson
Byrjunarlið Stjörnunnar og FH: Emil Atlason byrjar frammi - Óli Kalli snýr aftur á Samsung
Úr leik liðanna fyrr í sumar.
Úr leik liðanna fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl Finsen.
Ólafur Karl Finsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna klukkan 20:15 hefst leikur Stjörnunnar og FH á Samsungvellinum í Pepsi Max-deild karla.

Stjörnumenn sitja í fimmta sæti deildarinnar með 27 stig á meðan að FH-ingar eru í öðru sæti með 32 stig. FH-ingar geta með sigri í dag minnkað forskot Vals á toppnum niður í sex stig á meðan að Stjörnumenn freista að ná Evrópusæti. Byrjunarliðin eru nú klár.

Stjörnumenn gera tvær breytingar á liði sínu frá 3-2 sigrinum gegn HK. Þeir Jósef Kristinn og Sölvi Snær eru ekki í leikmannahópi í dag og inn koma þeir Emil Atlason og Alex Þór Hauksson.

FH-ingar gera sömuleiðis tvær breytingar á liði sínu. Þeir Baldur Sigurðsson og Logi Hrafn Róbertsson koma út og inn koma þeir Hjörtur Logi og Eggert Gunnþór. Liðin má sjá hér að neðan.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu á leiknum

Byrjunarlið Stjörnunnar:
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Guðjón Pétur Lýðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
12. Heiðar Ægisson
21. Elís Rafn Björnsson
22. Emil Atlason
24. Björn Berg Bryde
29. Alex Þór Hauksson (f)

Byrjunarlið FH:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
7. Steven Lennon
9. Jónatan Ingi Jónsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Ólafur Karl Finsen
18. Eggert Gunnþór Jónsson
29. Þórir Jóhann Helgason


Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu á leiknum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner