Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. október 2020 15:19
Elvar Geir Magnússon
Drogba hlaut forsetaviðurkenningu UEFA
Drogba átti magnaðan feril.
Drogba átti magnaðan feril.
Mynd: Getty Images
Didier Drogba, fyrrum sóknarmaður Chelsea, hlaut forsetaviðurkenningu UEFA þetta árið. Hann tók á móti verðlaunum frá Alekdander Ceferin, forseta UEFA, rétt í þessu.

Ceferin segir að Fílabeinsstrendingurinn hljóti verðlaunin fyrir afrek sín innan sem utan vallar.

Drogba er duglegur við að aðstoða í heimalandi sínu og hefur stuðlað að því að krakkar sem búa á Fílabeinsströndinni fái betri lífsgæði og betri möguleika á að mennta sig.

Þá er frægt þegar hann hjálpaði við að binda enda á þriggja ára borgarastyrjöld í heimalandi sínu

„Didier er hetja í augum milljóna fótboltaáhugamanna. Hann er algjör leiðtogi," segir Ceferin.

Drogba skoraði 164 mörk í 381 leik fyrir Chelsea. Hann skoraði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2012, gegn Bayern München. Hann skoraði svo í vítaspyrnukeppninni þar sem Chelsea tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta sinn.

Meðal annarra sem hafa hlotið forsetaviðurkenningu UEFA eru Sir Bobby Charlton, Eusébio, Raymond Kopa, Johan Cruyff, Francesco Totti, David Beckham og Eric Cantona.



Athugasemdir
banner
banner
banner