Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   fim 01. október 2020 22:32
Kristófer Jónsson
Eiður Smári: Það er allt hægt
Eiður Smári er ekki búinn að gefast upp.
Eiður Smári er ekki búinn að gefast upp.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, var svekktur eftir 1-1 jaftefli sinna manna gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Stjarnan jafnaði metin í uppbótartíma.

„Það er svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark í blálokin. Ég er ekki nógu ánægður með fyrri hálfleikinn en það var allt annað að sjá til okkar í seinni hálfleik." sagði Eiður Smári eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 FH

Stjörnumenn höfðu verið hættulegri aðilinn í leiknum allt þar til að FH-ingar komust yfir með marki frá Pétri Viðarssyni. Stuttu seinna fékk Steven Lennon svo dauðafæri til að klára leikinn en Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, náði á einhvern ótrúlegan hátt að verja frá honum í þrígang.

„Það er ótrúlegt að boltinn fari ekki inn þegar að það er Steven Lennon. Ef að það væri einn maður sem að ég myndi velja til að komast í gegn væri það sennilega hann en hann er bara mannlegur eins og við öll." sagði Eiður nokkuð léttur um atvikið.

FH-ingar eru eftir leikinn í kvöld í öðru sæti átta stigum frá toppliði Vals og því þær litlu vonir sem að liðið hafði að vinna Íslandsmeistaratitilinn því orðnar enn veikari.

„Það er allt hægt og við höldum áfram þangað til að það er ekki lengur hægt. Í rauninni er bilið of mikið og ef að við næðum efsta sætinu á einhvern óskiljanlegan hátt væri það bara bónus. Við þurfum að byrja á að einbeita okkur að því að tryggja Evrópusæti." sagði Eiður Smári.

Nánar er rætt við Eið Smára í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner