Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   fim 01. október 2020 22:32
Kristófer Jónsson
Eiður Smári: Það er allt hægt
Eiður Smári er ekki búinn að gefast upp.
Eiður Smári er ekki búinn að gefast upp.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, var svekktur eftir 1-1 jaftefli sinna manna gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Stjarnan jafnaði metin í uppbótartíma.

„Það er svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark í blálokin. Ég er ekki nógu ánægður með fyrri hálfleikinn en það var allt annað að sjá til okkar í seinni hálfleik." sagði Eiður Smári eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 FH

Stjörnumenn höfðu verið hættulegri aðilinn í leiknum allt þar til að FH-ingar komust yfir með marki frá Pétri Viðarssyni. Stuttu seinna fékk Steven Lennon svo dauðafæri til að klára leikinn en Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, náði á einhvern ótrúlegan hátt að verja frá honum í þrígang.

„Það er ótrúlegt að boltinn fari ekki inn þegar að það er Steven Lennon. Ef að það væri einn maður sem að ég myndi velja til að komast í gegn væri það sennilega hann en hann er bara mannlegur eins og við öll." sagði Eiður nokkuð léttur um atvikið.

FH-ingar eru eftir leikinn í kvöld í öðru sæti átta stigum frá toppliði Vals og því þær litlu vonir sem að liðið hafði að vinna Íslandsmeistaratitilinn því orðnar enn veikari.

„Það er allt hægt og við höldum áfram þangað til að það er ekki lengur hægt. Í rauninni er bilið of mikið og ef að við næðum efsta sætinu á einhvern óskiljanlegan hátt væri það bara bónus. Við þurfum að byrja á að einbeita okkur að því að tryggja Evrópusæti." sagði Eiður Smári.

Nánar er rætt við Eið Smára í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner