Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og Írksir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
   fim 01. október 2020 22:32
Kristófer Jónsson
Eiður Smári: Það er allt hægt
Eiður Smári er ekki búinn að gefast upp.
Eiður Smári er ekki búinn að gefast upp.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, var svekktur eftir 1-1 jaftefli sinna manna gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Stjarnan jafnaði metin í uppbótartíma.

„Það er svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark í blálokin. Ég er ekki nógu ánægður með fyrri hálfleikinn en það var allt annað að sjá til okkar í seinni hálfleik." sagði Eiður Smári eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 FH

Stjörnumenn höfðu verið hættulegri aðilinn í leiknum allt þar til að FH-ingar komust yfir með marki frá Pétri Viðarssyni. Stuttu seinna fékk Steven Lennon svo dauðafæri til að klára leikinn en Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, náði á einhvern ótrúlegan hátt að verja frá honum í þrígang.

„Það er ótrúlegt að boltinn fari ekki inn þegar að það er Steven Lennon. Ef að það væri einn maður sem að ég myndi velja til að komast í gegn væri það sennilega hann en hann er bara mannlegur eins og við öll." sagði Eiður nokkuð léttur um atvikið.

FH-ingar eru eftir leikinn í kvöld í öðru sæti átta stigum frá toppliði Vals og því þær litlu vonir sem að liðið hafði að vinna Íslandsmeistaratitilinn því orðnar enn veikari.

„Það er allt hægt og við höldum áfram þangað til að það er ekki lengur hægt. Í rauninni er bilið of mikið og ef að við næðum efsta sætinu á einhvern óskiljanlegan hátt væri það bara bónus. Við þurfum að byrja á að einbeita okkur að því að tryggja Evrópusæti." sagði Eiður Smári.

Nánar er rætt við Eið Smára í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner