Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. október 2020 16:09
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins framlengir við KR út 2023
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild KR og Rúnar Kristinsson hafa skrifað undir nýjan samning sem tryggir KR starfskrafta Rúnars næstu þrjú keppnistímabil.

Hann er því samningsbundinn KR út tímabilið 2023.

„Sem fyrr er mikil ánægja með störf Rúnars fyrir félagið undanfarin ár og fögnum við KR ingar því áframhaldandi samstarfi við hann," segir á heimasíðu KR.

Rúnar hefur unnið fjölda titla sem þjálfari með KR:

Íslandsmeistari: 2011, 2013 og 2019.
Bikarmeistari: 201, 2012 og 2014.

KR hefur ekki náð upp stöðugleika á þessu tímabili og er liðið í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar. KR-ingar eru þó komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner