Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. október 2022 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Emerson Royal leggur pening og metnað í líkamann
Emerson er kominn með eina stoðsendingu í sjö deildarleikjum.
Emerson er kominn með eina stoðsendingu í sjö deildarleikjum.
Mynd: EPA

Brasilíski bakvörðurinn Emerson Royal er að finna sig hjá Tottenham eftir að hafa verið keyptur fyrir rúmar 25 milljónir punda á lokadegi félagsskiptagluggans í fyrra.


Antonio Conte er mjög hrifinn af leikmanninum og sérstaklega viljanum hans í að bæta sig. Þessi vilji til að bæta sig er undirstrikaður af kaupum leikmannsins í einkalífinu þar sem hann er búinn að nota tæplega eina milljón punda til að bæta líkamsástandið sitt í daglegu lífi.

Emerson er búinn að kaupa sér sérstakt háþrýstings súrefnishólf auk þess að hafa ráðið taugafræðing og njósnara til starfa. Taugafræðingurinn starfar náið með Emerson á meðan njósnarinn fylgist með Achraf Hakimi, hægri bakverði PSG sem Emerson vill læra af.

Emerson er 23 ára gamall og hefur hingað til þótt góður varnarlega en ekki nægilega öflugur sóknarlega. Hann vill standa sig svipað vel og Hakimi gerði á tíma sínum undir stjórn Conte hjá Inter þegar hann skoraði sjö mörk í 45 leikjum úr hægri vængbakverði.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner