Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 01. október 2022 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: TalkSport 
Potter: Hvorki kynþokkafullur né búinn að panta Lamborghini
Graham Potter.
Graham Potter.
Mynd: Getty Images

Graham Potter nýjasti knattspyrnustjóri Chelsea var hreinskilinn þegar hann hélt fréttamannafund í gær fyrir leikinn gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.


Fréttamenn spurðu Potter hvort nýja starfið myndi gera hann að kynþokkafullum þjálfara og svaraði.

„Ég ætla innilega að vona ekki, mér finnst ég mjög sjaldan vera kynþokkafullur," sagði hann.

„Ef maður nær árangri og er að reyna að ná einhverju þá verður maður að vera trúr sjálfum sér finnst mér. Og ég er ekki að segja að ég geri allt rétt eða neitt þannig, ég verð bara að vera ég sjálfur," hélt hann áfram.

Hann sagði einnig að það breytist ekkert hjá honum persónulega við að fara frá Brighton til Chelsea og að hann ætli að vera áfram á sama bílnum og hann var á þegar hann kom frá Swansea fyrir þremur árum síðan.

„Við erum ekki flutt, lífstíll okkar hefur ekkert breyst," sagði hann um sig og fjölskyldu sína.

„Við erum ekki að keyra um Brighton & Hove eða Surrey eða Coham í opnum bíl. Ég er ekki búinn að panta Lamborghini. Ég keyri enn sama bíl og ég fékk mér á Englandi þegar ég flutti hingað frá Swansea. Svo líf mitt hefur ekki breyst neitt."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner