Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   lau 01. október 2022 21:43
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Lewandowski skoraði sjötta leikinn í röð
Robert Lewandowski skoraði enn og aftur fyrir Börsunga
Robert Lewandowski skoraði enn og aftur fyrir Börsunga
Mynd: EPA
Pólski framherjinn Robert Lewandowski þurfti engan tíma til að aðlagast La Liga á Spáni en hann gerði sigurmark liðsins í 1-0 sigrinum á Mallorca í kvöld. Þetta var sjötti deildarleikurinn í röð sem hann skorar.

Sigurmark Lewandowski kom á 20. mínútu leiksins. Þetta var áttunda mark hans í deildinni en hann kom til félagsins frá Bayern München í sumar.

Hann hefur byrjað tímabilið frábærlega og er með samtals ellefu mörk í fyrstu átta leikjum sínum á tímabilinu í öllum keppnum.

Barcelona er á toppnum með 19 stig. Liðið hefur aðeins fengið eitt mark á sig í deildinni og virðist allt á réttri leið hjá lærisveinum Xavi.

Atlético Madríd lagði Sevilla, 2-0. Alvaro Morata og Marcos Llorente gerðu mörkin. Atlético er í 5. sæti með 13 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Getafe 2 - 3 Valladolid
0-1 Sergio Leon ('20 , víti)
1-1 Borja Mayoral ('29 )
2-1 Damian Suarez ('31 )
2-2 Sergio Leon ('37 )
2-3 Oscar Plano ('48 )
2-3 Enes Unal ('73 , Misnotað víti)

Cadiz 0 - 0 Villarreal
Rautt spjald: Isaac Carcelen, Cadiz ('90)

Sevilla 0 - 2 Atletico Madrid
0-1 Marcos Llorente ('29 )
0-2 Alvaro Morata ('57 )

Mallorca 0 - 1 Barcelona
0-1 Robert Lewandowski ('20 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner