Í kvöld klukkan 19:15 hefst leikur Vals og FH í Bestu deildinni. Leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir FH þar sem þeir eru í harðri baráttu um Evrópusæti en það er mun minna undir hjá Valsmönnum í kvöld. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 1 FH
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, gerir fjórar breytingar á liðinu sem vann Breiðablik á dögunum. Inn í liðið koma þeir Birkir Már Sævarsson, Haukur Páll Sigurðsson, Adam Ægir Pálsson og Lúkas Logi Heimisson fyrir þá Birki Heimisson, Kristinn Frey Sigurðsson, Tryggva Hrafn Haraldsson og Guðmund Andra Tryggvason.
Heimir Guðjónsson gerir hinsvegar eina breytingu á liðinu sem tapaði gegn Víkingi í vikunni. Hann Ástbjörn Þórðarson dettur úr liðinu fyrir Dani Hatakka. Ástbjörn er einmitt að taka út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í seinasta leik FH gegn Víkingi R.
Byrjunarlið Valur:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hlynur Freyr Karlsson
7. Haukur Páll Sigurðsson
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson
20. Orri Sigurður Ómarsson
22. Aron Jóhannsson
23. Adam Ægir Pálsson
Byrjunarlið FH:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
4. Ólafur Guðmundsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Davíð Snær Jóhannsson
21. Grétar Snær Gunnarsson
26. Dani Hatakka
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
34. Logi Hrafn Róbertsson