James McAtee skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester City í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark liðsins í 4-0 sigri á Slovan Bratislava.
McAtee er 21 árs gamall og er uppalinn hjá City en hann var á láni hjá Sheffield United síðustu tvö tímabil.
Phil Foden er einnig alinn upp hjá City en hann lagði upp markið.
„Er í skýjunum með að skora, ég hefði getað skorað annað mark fimm mínútum seinna en er ánægður að hafa náð inn einu. Þetta er eitthvað sem alla dreymir um að gera, draumur er orðinn að veruleika," sagði McAtee.
„Síðasta ár var erfitt hjá mér svo það er gott að vera kominn aftur og spila undir stjórn besta stjóra í heimi að mínu mati."
Athugasemdir