Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 01. nóvember 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Taldi sig þurfa breytingu - „Fann að þetta gæti verið spennandi"
Kvenaboltinn
Þegar ég var búin að mæta á 2-3 æfingar fann ég einhverja tilfinningu að þetta gæti verið eitthvað spennandi. Síðan sýndi félagið mikinn áhuga og ég ákvað að taka þetta skref. Ég er mjög ánægð með það
Þegar ég var búin að mæta á 2-3 æfingar fann ég einhverja tilfinningu að þetta gæti verið eitthvað spennandi. Síðan sýndi félagið mikinn áhuga og ég ákvað að taka þetta skref. Ég er mjög ánægð með það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég taldi mig þurfa breytingu í fótboltanum og taldi þetta vera rétta skrefið
Ég taldi mig þurfa breytingu í fótboltanum og taldi þetta vera rétta skrefið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég taldi mig þurfa breytingu í fótboltanum og taldi þetta vera rétta skrefið. Umgjörðin í Stjörnunni heillar, árangurinn í sumar sýndi að liðið er frábært og það verða fáar breytingar. Svo eru þær að fara í Evrópukeppnina og spila meistarar meistaranna. Það er mjög björt framtíð í Garðabæ," sagði Andrea Mist Pálsdóttir sem í síðustu viku var tilkynnt sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Andrea lék með uppeldisfélagi sínu Þór/KA í sumar eftir að hafa leikið í Svíþjóð tímabilið 2021.

Viðtal við Andreu fyrir tímabilið 2022

Andrea er 24 ára miðjumaður sem byrjaði alla átján leiki Þór/KA í Bestu deildinni í sumar. Stjarnan endaði í 2. sæti deildarinnar í haust. Kom það Andreu á óvart?

„Ef þú hefðir spurt mig í byrjun sumars þá kannski já, maður hefði haldið að (liðin í toppbaráttunni) yrðu Valur, Breiðablik og svo var Þróttur búið að sanna sig vel á undirbúningstímabilinu. En svo þegar leið á sumarið og maður sá hversu stabílar, samrýmdar og hæfileikaríkar Sjörnukonur voru - þá var þetta ekki spurning."

Hvernig var þessi ákvörðun að fara í Stjörnuna tekin?

„Ég er í skóla fyrir sunnan og fékk að æfa með Stjörnunni núna undir lok tímabilsins til að halda mér í standi á meðan tímabilið er að klárast. Þegar ég var búin að mæta á 2-3 æfingar fann ég einhverja tilfinningu að þetta gæti verið eitthvað spennandi. Síðan sýndi félagið mikinn áhuga og ég ákvað að taka þetta skref. Ég er mjög ánægð með það."

Framtíðin björt en tímabilið vonbrigði
Hvernig var tímabilið með Þór/KA?

„Ég lýsi tímabilinu sem algjörum rússíbana. Við lentum í miklum meiðslum, mikil rótering á liðinu og árangurinn eftir því. Í Þór/KA er mikið af hæfileikaríkum og ungum leikmönnum sem eru að fara stíga stórt skref á næsta ári, fara í sítt annað tímabil. Framtíðin fyrir norðan er björt en tímabilið í heild sinni var því miður vonbrigði."

„Það vantaði stöðugleika. Við spilum mjög lítið á sömu vörninni og svo voru stóru karakterar sem meiddust alvarlega og misstu af mörgum leikjum,"
sagði Andrea.

Viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.
Athugasemdir
banner