Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
   þri 01. nóvember 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Taldi sig þurfa breytingu - „Fann að þetta gæti verið spennandi"
Kvenaboltinn
Þegar ég var búin að mæta á 2-3 æfingar fann ég einhverja tilfinningu að þetta gæti verið eitthvað spennandi. Síðan sýndi félagið mikinn áhuga og ég ákvað að taka þetta skref. Ég er mjög ánægð með það
Þegar ég var búin að mæta á 2-3 æfingar fann ég einhverja tilfinningu að þetta gæti verið eitthvað spennandi. Síðan sýndi félagið mikinn áhuga og ég ákvað að taka þetta skref. Ég er mjög ánægð með það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég taldi mig þurfa breytingu í fótboltanum og taldi þetta vera rétta skrefið
Ég taldi mig þurfa breytingu í fótboltanum og taldi þetta vera rétta skrefið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég taldi mig þurfa breytingu í fótboltanum og taldi þetta vera rétta skrefið. Umgjörðin í Stjörnunni heillar, árangurinn í sumar sýndi að liðið er frábært og það verða fáar breytingar. Svo eru þær að fara í Evrópukeppnina og spila meistarar meistaranna. Það er mjög björt framtíð í Garðabæ," sagði Andrea Mist Pálsdóttir sem í síðustu viku var tilkynnt sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Andrea lék með uppeldisfélagi sínu Þór/KA í sumar eftir að hafa leikið í Svíþjóð tímabilið 2021.

Viðtal við Andreu fyrir tímabilið 2022

Andrea er 24 ára miðjumaður sem byrjaði alla átján leiki Þór/KA í Bestu deildinni í sumar. Stjarnan endaði í 2. sæti deildarinnar í haust. Kom það Andreu á óvart?

„Ef þú hefðir spurt mig í byrjun sumars þá kannski já, maður hefði haldið að (liðin í toppbaráttunni) yrðu Valur, Breiðablik og svo var Þróttur búið að sanna sig vel á undirbúningstímabilinu. En svo þegar leið á sumarið og maður sá hversu stabílar, samrýmdar og hæfileikaríkar Sjörnukonur voru - þá var þetta ekki spurning."

Hvernig var þessi ákvörðun að fara í Stjörnuna tekin?

„Ég er í skóla fyrir sunnan og fékk að æfa með Stjörnunni núna undir lok tímabilsins til að halda mér í standi á meðan tímabilið er að klárast. Þegar ég var búin að mæta á 2-3 æfingar fann ég einhverja tilfinningu að þetta gæti verið eitthvað spennandi. Síðan sýndi félagið mikinn áhuga og ég ákvað að taka þetta skref. Ég er mjög ánægð með það."

Framtíðin björt en tímabilið vonbrigði
Hvernig var tímabilið með Þór/KA?

„Ég lýsi tímabilinu sem algjörum rússíbana. Við lentum í miklum meiðslum, mikil rótering á liðinu og árangurinn eftir því. Í Þór/KA er mikið af hæfileikaríkum og ungum leikmönnum sem eru að fara stíga stórt skref á næsta ári, fara í sítt annað tímabil. Framtíðin fyrir norðan er björt en tímabilið í heild sinni var því miður vonbrigði."

„Það vantaði stöðugleika. Við spilum mjög lítið á sömu vörninni og svo voru stóru karakterar sem meiddust alvarlega og misstu af mörgum leikjum,"
sagði Andrea.

Viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner