Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 01. desember 2020 16:39
Magnús Már Einarsson
Jón Þór: Þurfti eitthvað sérstakt til að brjóta ísinn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er í skýjunum með sex stig í þessari ferð og enda riðilinn með nítján stig. Það er frábær árangur," sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, í viðtali við RÚV eftir 1-0 sigur á Ungverjalandi í lokaleiknum í undankeppni EM í dag.

„Þetta var erfitt í dag. Þær voru agaðar og skipulagðar og það var erfitt að brjóta þær niður. Ég er í skýjunum með þessa niðurstöðu."

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina markið um miðbik síðari hálfleiks með þrumuskoti.

„Þetta var geggjað mark sem Begga skoraði. Það þurfti eitthvað sérstakt til að brjóta ísinn. Berglind skoraði frábært mark og það var það sem réði úrslitum."

Þau þrjú lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti í undankeppninni fara beint á EM en önnur lið í 2. sæti fara í umspil. Ísland er í mjög góðri stöðu í þessari baráttu og líklegt er að þessi árangur dugi til að fara beint á EM í Englandi árið 2022.

Hins vegar þarf að bíða eftir úrslitum í leikjum í kvöld eða jafnvel í leikjum í febrúar áður en hægt verður að setja (Staðfest) á EM sætið.

„Þetta er mjög sérstakt og það er synd að þetta skuli ekki klárast á sama tíma og að leikirnir í dag séu ekki einu sinni á sama tíma. Við getum ekkert gert í því nema bíða og sjá hvernig þau úrslit fara. Við getum auðvitað fagnað okkar árangri, 19 stig í þessum riðli er frábær árangur og við fögnum því," sagði Jón Þór við RÚV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner