Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 12:07
Elvar Geir Magnússon
Neville sýndi að Klopp hefur rangt fyrir sér - Ekki meira krefjandi leikjaplan
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur mikið kvartað yfir erfiðu leikjaplani síns liðs í viðtölum að undanförnu. Viðtal við Des Kelly á BT Sport um síðustu helgi vakti gríðarlegt umtal.

Gary Neville var á Sky Sports í gær og sýndi það að leikjadagskrá Liverpool er ekkert meira krefjandi en hefur viðgengist síðustu tímabil. Neville telur að Klopp sé aðeins að reyna að notast við sálfræðihernað.

Riðlakeppni Meistaradeildarinnar er leikin á skemmri tíma en Liverpool mun í mesta lagi spila 60 leiki á þessu tímabili. Það er níu leikjum minna en Chelsea tímabilið 2012/13.

Hingað til hefur Liverpool spilað að meðaltali á 5,4 daga fresti, eitthvað sem er alls ekki óvanalegt hjá liðum sem spila í Evrópukeppnum.

„Klopp hefur verið besti stjórinn í viðtölum síðustu ár, hann hefur verið besti stjórinn á vellinum, hann tengir betur við stuðningsmenn en nokkur annar, leikstíll hans er frábær, en á laugardaginn var hann siguraður í viðtali og það er sjaldgæft. Hann var ekki með staðreyndirnar á hreinu, hann er ekki með sannanirnar til að styðjast við. Hann kom illa út úr þessi viðtali eftir að hafa verið frábær í öllum öðrum viðtölum sem hann hefur farið í," segir Neville.

Neville segist hinsvegar vera sammála Klopp í því að hann sjái ekki tilganginn í því að spila leiki í hádeginu.

„Ég skil alveg að sumir halda að það sé enginn munur á því að spila klukkan 12 eða 15 þegar kemur að því að ná sér. Ég persónulega þoldi ekki að spila í hádeginu eftir að hafa spilað í Meistaradeildinni í miðri viku," segir Neville.

„Fótleggirnir voru ekki þeir sömu, þú varst að borða pasta klukkan 9 um morguninn. Við þurftum sífellt að spila í hádeginu til að ná til Asíumarkaðarins. Ef þér vegnar vel og ert Liverpool eða Manchester United þá vill fólk í Asíu horfa."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner