Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. desember 2021 21:45
Brynjar Ingi Erluson
England: West Ham að missa af lestinni
Michail Antonio kom í veg fyrir annað mark West Ham
Michail Antonio kom í veg fyrir annað mark West Ham
Mynd: EPA
Burnley gerði markalaust jafntefli við Wolves
Burnley gerði markalaust jafntefli við Wolves
Mynd: EPA
Jonny Evans skoraði í jafntefli gegn Southampton
Jonny Evans skoraði í jafntefli gegn Southampton
Mynd: EPA
Þremur fyrstu leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið en West Ham gerði 1-1 jafntefli við Brighton og er nú að missa af efstu þremur liðunum í deildinni.

West Ham hefur aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og er nú sjö stigum á eftir Chelsea og Liverpool sem eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar.

Tomas Soucek kom heimamönnum á bragðið á 5. mínútu leiksins og þá átti Pablo Fornals skot í slá eftir sendingu frá Vladimir Coufal.

Í byrjun síðari hálfleiks kom Shane Duffy boltanum í eigið net og West Ham komið í 2-0. VAR hélt þó ekki og dæmdi markið af en Michail Antonio setti tánna í boltann áður en hann fór í netið og dæmdur rangstæður.

Vandræðin eltu Brighton-menn uppi. Liðið var búið með allar skiptingarnar er Adam Lallana meiddist á 83. mínútu og lék því liðið manni færri en það kom ekki að sök. Neil Maupay gerði jöfnunarmarkið undir lokin með stórkostlegri bakfallsspyrnu og tryggði Brighton stig.

West Ham er í 4. sæti með 24 stig en Brighton í 7. sæti með 19 stig.

Á sama tíma gerðu Wolves og Burnley markalaust jafntefli. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley og átti skemmtilegar rispur í leiknum en hann fór svo af velli á 72. mínútu. Wolves fékk ágætis færi til að skora í leiknum en nýtti ekki.

Wolves er í 6. sæti með 21 stig en Burnley í 18. sæti með 10 stig. Þá gerðu Southampton og Leicester einnig jafntefli, 2-2, en heimamen voru 2-1 yfir í hálfleik þökk sé mörkum frá Jan Bednarek og Che Adams.

Hálfleikshléið var lengra vegna neyðaratviks í stúkunni og nýttu Leicester-menn sér það. Hvíldin gerði þeim gott og kom jöfnunarmarkið frá James Maddison í upphafi þess síðari.

Leicester hefur ekki riðið feitum hesti á þessari leiktíð og situr í 8. sæti með 19 stig. Southampton er í 16. sæti með 15 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Southampton 2 - 2 Leicester City
1-0 Jan Bednarek ('3 )
1-1 Jonny Evans ('22 )
2-1 Che Adams ('34 )
2-2 James Maddison ('49 )

West Ham 1 - 1 Brighton
1-0 Tomas Soucek ('5 )
1-1 Neal Maupay ('89 )

Wolves 0 - 0 Burnley
Athugasemdir
banner
banner