Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 01. desember 2021 07:00
Atli Arason
Heimild: Manchester Evening News 
Guardiola lýsir yfir neyðarástandi hjá Manchester City
Pep Guardiola er smeykur fyrir næsta mánuð Man City
Pep Guardiola er smeykur fyrir næsta mánuð Man City
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne er að hefja æfingar aftur eftir Covid smit
Kevin De Bruyne er að hefja æfingar aftur eftir Covid smit
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir að liðið standi frammi fyrir hálfgerðu neyðarástandi fyrir desember mánuð.

City spilar níu leiki næstu 32 daga og gæti verið án marga leikmanna á þessum tíma.

„Við kvörtum aldrei þegar leikmenn geta ekki spilað vegna meiðsla eða leikbanns. Ég treysti á leikmannahópinn og aðrir leikmenn koma alltaf inn en við erum í alvöru vandamálum fyrir desember, erfiðasta mánuð ársins, af því að við erum með of fáa leikmenn,“ sagði Guardiola í gær á fréttamannafundi fyrir viðureign liðsins gegn Aston Villa í kvöld.

„Í síðasta leik gegn PSG vorum við bara með 17 leikmenn, 15 af þeim í aðalliðinu, McAtee og Palmer hjálpuðu okkur mikið“

City verður líklega án Phil Foden, Jack Grealish, Kevin De Bruyne, Ferran Torres og Aymeric Laporte í kvöld. Allir hafa þeir verið að glíma við meiðsli nema sá síðast nefndi sem er í leikbanni eftir að hafa nælt sér í fimm gul spjöld á tímabilinu.

Kevin De Bruyne greindist með Covid eftir síðasta landsliðsglugga og nýkominn úr einangrun.

„Allir sem hafa fengið Covid tala um að þau verða fljótt þreytt og þurfa meiri tíma en áður til að jafna sig. De Bruyne er leikmaður sem þarf að vera í sínu besta formi til að sýna sínar bestu hliðar. Foden og Grealish eru í sömu stöðu að þurfa tíma til að komast í sitt besta form.“

„Við munum ekki taka neinar áhættu en vonandi koma þeir aftur fljótt.“

„Kannski geta þeir spilað á morgun [í dag] en alls ekki margar mínútur. Við þurfum að sjá með læknum og sjúkraþjálfurum hvernig þeir líta út eftir æfingu í dag [í gær]. Við erum í erfiðri stöðu því margir leikmenn hafa spilað margar mínútur en við verðum að endurmeta stöðuna eftir æfingu,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, á fréttamannafundi í gær.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner