Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 01. desember 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann átti þetta alls ekki skilið"
Messi með gullknöttinn.
Messi með gullknöttinn.
Mynd: EPA
Argentínski snillingurinn Lionel Messi vann Ballon d'Or gullknöttinn - sem besti leikmaður í heimi á ári hverju fær - í sjöunda sinn síðasta mánudagskvöld.

Enginn hefur núna unnið verðlaunin oftar en Messi.

Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid, segir að Messi hafi ekki átt skilið að vinna verðlaunin í ár, alls ekki. Hann segir að Cristiano Ronaldo hafi verið betri á árinu.

„Hann átti þetta alls ekki skilið," sagði Kroos í hlaðvarpi sínu. „Karim (Benzema) var númer eitt þegar þú skoðar einstaklinga yfir síðasta árið. Cristiano (Ronaldo) hefur skorað mörg mikilvæg mörk upp á síðkastið. Manchester United er enn í Meistaradeildinni bara út af honum."

„Cristiano átti líka að vera fyrir ofan Messi," sagði Kroos jafnframt. Hann spilaði með Ronaldo hjá Real Madrid og er Benzema liðsfélagi hans núna.
Athugasemdir