Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. desember 2021 21:17
Brynjar Ingi Erluson
Stefnir aftur út í atvinnumennsku - „Blundar í mér að reyna við Svíþjóð"
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir gekk í raðir Vals á dögunum frá Þór/KA en hún gerði tveggja ára samning. Hún sér fyrir sér að halda aftur út í atvinnumennsku eftir þann tíma.

Arna Sif var á láni hjá skoska stórveldinu Glasgow fyrri hluta ársins frá Þór/KA. Hún var tilnefnd sem leikmaður mánaðarins í apríl og stóð sig gríðarlega vel áður en hún snéri aftur til landsins í byrjun maí.

Það kom til greina að fara aftur út til Glasgow í sumar og eftir tímabilið en hún fór yfir kosti og galla við það að halda út núna og ákvað á endanum að semja við Val.

„Þau reyndu og reyndu og voru í raun að reyna allt tímabilið hér hvort ég gæti komið í ágúst og hvort ég gæti komið þegar tímabilið væri búið hjá mér. Þeir voru búnir að senda mér tilboð og ég var komin með samninginn í hendurnar og leit allt voðalega vel út," sagði Arna við Fótbolta.net.

„Þetta var geggjaður tími í Glasgow og ég lét tilfinningarnar aðeins tala fyrst því mér leið svo vel og allt gekk upp. Þegar ég fór að pæla fótboltalega, það hefði verið frábært skref að fara til Glasgow því það er frábært félag og umgjörðin, leikmen og allt upp á tíu, en svo þegar þetta Vals-dæmi kemur upp þá fór ég að setja upp kosti og galla og þetta er alls ekkert ósvipað dæmi."

„Þetta eru lið sem eru bæði að spila um titla og eru bæði í Meistaradeildinni, eru með aðeins eldri leikmannahópa, en það sem stoppaði það er deildin úti. Þetta eru þrjú mjög góð lið og ekkert ósvipað Val og Breiðablik og því sem hefur verið hér en þessi neðri eru svo miklu lélegri en hér. Fyrir hafsent að spila kannski tvo eða þrjá góða leiki í umferð og verið svo áhorfandi."

„Það var pínu tilfinningin úti. Við fengum leiki á móti þessum liðum sem var kannski 2-0 eða 2-1, alvöru leikir, en nú eru þær að vinna slakari liðin 5 til 8-0. Mér fannst gáfulegra að vera hér og fá fleiri betri leiki."


Stefnir aftur út eftir tvö ár

Hún ætlar að spila næstu tvö árin með Val en stefnir svo á að halda aftur út í atvinnumennsku. Svíþjóð er spennandi kostur en hún þekkir vel til þar eftir að hafa spilað með Kopparsberg/Göteborg í eitt ár frá 2015 til 2016.

„Ég horfi alveg á það þannig að þetta væri gott skref því ég vil ekkert fara hvað sem er. Ég vil vera enn tilbúnari og tel mig alveg tilbúin í það. Ég var pínu óþolinmóð núna og var ekkert að skoða í kringum mig eða reyna neitt mikið. Öll mín atvinnumennska hefur verið þannig að þetta hefur komið upp í hendurnar á mér en það hefði ekkert meikað sense að sitja upp í sófa og bíða."

„Mér fannst þetta góð lending og þetta eru tvö ár hjá Val en það blundar enn í mér að reyna við Svíþjóð aftur. Það er eitthvað sem ég ætla klárlega að horfa til eftir þennan tíma,"
sagði hún í lokin.
Arna Sif: Mjög heillandi að þurfa bæði að standa sig og sýna sig
Athugasemdir
banner
banner
banner