Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. desember 2021 19:05
Brynjar Ingi Erluson
Vill fara til Real Madrid næsta sumar
Robert Lewandowski vill fara til Spánar
Robert Lewandowski vill fara til Spánar
Mynd: Getty Images
Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur tjáð umboðsmanni sínum að hann vilji fara frá Bayern München næsta sumar og halda til Spánar.

Þessi 33 ára gamli leikmaður verður samningslaus árið 2023 og sér glugga til að taka næsta ævintýri ferilsins.

Hann vill komast til Real Madrid á Spáni og hefur hann þegar tjáð umboðsmanni sínum að koma því til skila hjá Bayern München.

Það er spænski miðillinn AS sem segir frá þessu. Lewandowski hefur verið einn besti framherji heims síðustu ár og hefur gert 53 mörk á þessu ári í öllum keppnum með Bayern.

Hann var valinn besti leikmaður heims af FIFA fyrir síðasta ár og lenti svo í öðru sæti í valinum um Ballon d'Or verðlaunin í París á dögunum.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, ætlar að gera stóra hluti á markaðnum næsta sumar en það virðist nokkuð ljóst að Kylian Mbappe, framherji Paris Saint-Germain, sé á leið þangað á frjálsri sölu. Þá hefur Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, einnig verið orðaður við Madrídinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner