fim 01. desember 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lykilmenn framlengja við Þór
Lengjudeildin
Aron Birkir Stefánsson
Aron Birkir Stefánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fannar Daði
Fannar Daði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír lykilmenn Þórs hafa framlengt samninga sína við félagið. Það eru þeir Aron Birkir Stefánsson, Bjarki Þór Viðarsson og Fannar Daði Malmquist Gíslason. Allir skrifa þeir undir samning til ársins 2024.

Aron Birkir hefur verið aðalmarkvörður Þórs frá árinu 2017 og hefur varið mark liðsins í nær öllum leikjum liðsins síðustu sex tímabil ef frá er talið tímabilið 2021 vegna meiðsla. Aron Birkir er 23 ára gamall Grenvíkingur sem lék á sínum tíma átta leiki með yngri landsliðum Íslands.

Bjarki Þór Viðarsson er varnarmaður og fyrirliði Þórs. Hann kom frá KA fyrir tímabilið 2018 og hefur verið í Þorpinu síðan. Á liðinni leiktíð lék hann sem miðvörður en hefur áður á ferlinum spilað sem bakvörður.

Fannar Daði er sóknarmaður sem spilar oftast á kantinum, hann er uppalinn Þórsari sem sneri til baka í Þór árið 2019 eftir tvö og hálft tímabil á Dalvík. Fannar er 26 ára og er um þessar mundir að ná sér eftir erfið meiðsli.

Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, sagði eftirfarandi um Fannar fyrr í þessum mánuði:

„Hann er allavega duglegur í ræktinni og er ansi duglegur að minna mig á það að hann sé duglegur í ræktinni. Hann segist ætla að vera klár í apríl, en við verðum að gefa honum meiri tíma en það. Ég reikna með honum svona í maí-júní. Það yrði feikilegur styrkur að fá hann inn á völlinn."

Þá hefur hinn 19 ára gamli Viðar Már Hilmarsson skrifað undir sinn fyrsta samning við Þór og gildir hann til ársins 2024. Viðar Már gekk upp úr 2. flokki í haust eftir að hafa farið upp í alla yngri flokka félagsins en hann þreytti frumraun sína með meistaraflokki í sumar og kom við sögu í þremur leikjum í Lengjudeildinni.
„Veit ekki hvernig Þór ætlaði að lifa af næstu 2-3 árin ef við hefðum ekki gert það"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner