Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 01. desember 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rudiger viss um að Navas muni ekki henda sér út
Navas í búningi Real Madrid
Navas í búningi Real Madrid
Mynd: Getty Images

Þýskaland verður að vinna Kosta Ríka í kvöld til að eiga möguleika á því að komast áfram. Ef Þýskaland vinnur en Spánn tapar ráðast úrslit á markatölu og þar eru Spánverjar í bílstjórasætinu. Ef Þýskaland vinnur en Spánn gerir jafntefli við Japan þá ráðast úrslit á markatölu.


Liðið byrjaði riðlakeppnina ansi illa þegar liðið tapaði óvænt 2-1 gegn Japan en gerði svo jafntefli gegn Spáni í leik tvö.

Antonio Rudiger varnarmaður þýska liðsins gekk til liðs við Real Madrid í sumar eftir að samningur hans við Chelsea rann út. Hann leigir villu af Keylor Navas fyrrum leikmanni Real og núverandi leikmanni PSG.

Hann er markvörður Kosta Ríka. Rudiger var spurður hvort Navas myndi henda sér út ef Þýskaland fellir Kosta Ríka úr keppni.

„Svo lengi sem ég borga leiguna á réttum tíma er ég viss um að það gerist ekki. Navas er frábær markvörður svo ég vanmet hann ekki," sagði Rudiger.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner