Ísland er komið með forystuna gegn Wales en það var Hildur Antonsdóttir sem skoraði markið eftir tæplega hálftíma leik.
Lestu um leikinn: Wales 1 - 2 Ísland
Heimakonur hafa verið sterkari aðilinn í leiknum. Íslensku stelpunum hefur gengið illa að halda í boltann og ná að skapa sér færi en það tókst eftir hálftíma leik.
Sædís Rún Heiðarsdóttir átti þá fyrirgjöf og Hlín Eiríksdóttir náði að stýra boltanum í áttina að Hildi sem potaði boltanum í netið.
Þetta er gríðarlega mikilvægt þar sem Ísland þarf að minnsta kosti stig til að komast í umspil um að halda sæti sínu í A deild Þjóðadeildarinnar.
ÞARNA!!! Hildur Antonsdóttir kemur Íslandi yfir á 29. mínútu af miklu harðfylgi. Fyrirgjöf Sædísar Rún Heiðarsdóttur endar á tánni á Hildi og hún skorar fyrsta landsliðsmark sitt! Útlitið fínt í bili. pic.twitter.com/Zwc6ScYQbN
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2023