Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. janúar 2020 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Strákarnir spiluðu stórkostlega
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
„Það er augljóslega gott (að vera ósigraðir í heilt ár)," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 2-0 sigur á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni.

„Það besta sem hægt er að gera þegar þú spilar gegn Sheffield United er að hafa leikinn ekki stórkostlegan. Við stjórnuðum leiknum," sagði Klopp.

„Við spiluðum í kringum þeirra uppstillingu. Við spiluðum í kringum þá, á milli, við brutum línurnar og áttum skyndisóknir. Allt sem við viljum. Strákarnir spiluðu stórkostlega."

„Þeir fengu tvær eða þrjár stöður til að skora. Við urðum að halda einbeitingunni og það var ótrúlega erfitt, en strákarnir stóðu sig svo vel."

„Ég er ánægður og stoltur af strákunum. Við eigum ekki að taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Það hvernig við stjórnuðum leiknum var glæsilegt. Við vorum góðir á boltanum, við vorum rólegir en líka líflegir. Mörkin sem við skoruðum voru framúrskarandi," sagði Klopp.

Liverpool er eftir sigurinn í kvöld á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 13 stiga forskot og leik til góða á Leicester, liðið í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner