Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   fim 02. febrúar 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bruno búinn að finna sér nýtt félag eftir tímann hjá HK
Bruno Soares.
Bruno Soares.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíski miðvörðurinn Bruno Soares er búinn að semja við nýtt félag eftir að hafa yfirgefið herbúðir HK.

Bruno gekk í raðir HK fyrir síðustu leiktíð og átti stóran þátt í því að liðið komst aftur upp í Bestu deildina.

Það var ákveðið eftir tímabilið að endursemja ekki við miðvörðinn.

„Við tókum samtalið í haust - við hann og umboðsmann hans - um að við sáum ekki fyrir að það samstarf myndi halda áfram. Samstarfið var þó ánægjulegt allt síðasta sumar. Við erum að horfa annað varðandi miðvörð næsta sumar," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, í samtali við Fótbolta.net.

„Bruno var að mörgu leyti algjörlega fullkominn fyrir það sem við vildum gera síðasta sumar; reynslan, skapið og metnaðurinn reyndust okkur mjög vel. Við teljum okkur þurfa að breyta aðeins til fyrir næsta sumar."

Bruno er núna búinn að semja við SV Meppen sem er í þriðju efstu deild í Þýskalandi.

Sjá einnig:
Var að glíma við andleg veikindi og hugsaði um að hætta í fótbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner