Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 02. mars 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Bandaríkjamenn að eignast Ipswich
Stuðningsmaður Ipswich.
Stuðningsmaður Ipswich.
Mynd: Getty Images
Bandarískur fjárfestahópur er nálægt yfirtöku á enska C-deildarfélaginu Ipswich Town.

Samkvæmt Guardian ætti yfirtakan að ganga í gegn á næstu vikum en þá lýkur þrettán árum hjá félaginu í eign enska viðskiptamannsins Marcus Evans.

Um helgina hætti Paul Lambert sem stjóri Ipswich og Paul Cook tók við á samningi til 2023. Það var Evans og núverandi stjórn sem sömdu við Cook.

Þrír í bandaríska fjárfestahópnum eiga saman Phoenix Rising sem er í B-deild bandaríska fótboltans. Í fyrra stofnuðu þeir fyrirtæki í Bretlandi sem heitir Gamechanger 20 Limites og sérhæfir sig í rekstri íþróttamannavirkja.

Ipswich féll í C-deildina 2019 og er sem stendur í áttunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner