Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. mars 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
De Bruyne í tíunda sæti yfir flestar stoðsendingar - Gylfi í 42. sæti
Kevin De Bruyne er með 78 stoðsendingar
Kevin De Bruyne er með 78 stoðsendingar
Mynd: Getty Images
Gylfi er með 49 stoðsendingar eftir leikinn í gær
Gylfi er með 49 stoðsendingar eftir leikinn í gær
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City á Englandi, er nú í tíunda sæti yfir flestar stoðsendingar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann náði þeim merka áfanga í 2-1 sigrinum á West Ham um helgina.

De Bruyne kom fyrst til Englands árið 2012 er hann gekk til liðs við Chelsea frá Genk en það ævintýri gekk þó ekki upp og tókst honum aðeins að leggja upp eitt mark í níu deildarleikjum með enska liðinu.

Hann söðlaði um og var meðal annars lánaður til Werder Bremen þar sem hann gerði góða hluti áður en hann var seldur til Wolfsburg.

Árið 2015 var hann keyptur til Manchester City og þar hefur hann slegið í gegn. Hann lagði upp 77. mark sitt í úrvalsdeildinni um helgina í sigrinum á West Ham og er nú í tíunda sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi.

Ryan Giggs er í efsta sætinu með 162 stoðsendingar, met sem verður seint bætt.

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fer úr 46. sæti í 42. sæti listans eftir stoðsendinguna gegn Southampton í gær en hann er með 49 stoðsendingar í úrvalsdeildinni. Hann deilir sætinu með Chris Brunt, Raheem Sterling, Paolo Di Canio og Les Ferdinand.

Eiður Smári Guðjohnsen er í 151. sæti ásamt ellefu öðrum leikmönnum með 28 stoðsendingar. Jóhann Berg Guðmundsson hefur þá lagt upp 17 mörk og Hermann Hreiðarsson 15 mörk.

Allur listinn yfir íslenskar stoðsendingar:

1. Gylfi Þór Sigurðsson - 49
2. Eiður Smári Guðjohnsen - 28
3. Jóhann Berg Guðmundsson - 17
4. Hermann Hreiðarsson - 15
5. Heiðar Helguson - 9
6. Grétar Rafn Steinsson - 8
7. Guðni Bergsson - 4
8. Aron Einar Gunnarsson - 3
9. Jóhannes Karl Guðjónsson - 2
10. Arnar Gunnlaugsson - 2
11. Ívar Ingimarsson - 1
12. Lárus Orri Sigurðsson - 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner