Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. mars 2021 20:30
Aksentije Milisic
Ronaldo má ekki skipta um ljósaperur á heimilinu vegna meiðslahættu
Mynd: Getty Images
Georgina Rodriguez, unnusta Portúgalans Cristiano Ronaldo, hefur bannað honum að skipta um ljósaperur á heimilinu.

Hún er hrædd um að Ronaldo gæti stórslasast ef hann skyldi detta á meðan hann skiptir um perur.

Ronaldo, sem er orðinn 36 ára gamall, virðist ekkert vera slaka á, á fótboltavellinum, en hann heldur áfram að skora mörkin fyrir Juventus.

Það er hátt til lofts á heimili Ronaldo og því hefur Georgina ákveðið að banna honum að skipta um ljósaperur.

„Það er nánast ómögulegt að skipta um ljósaperur á heimili okkar, það er svo hátt til lofts," sagði Georgina.

„Myndir þú fara í svona verkefni ef þú værir Cristiano Ronaldo? Alls ekki. Þú átt að hugsa vel um sjálfan þig og vera í þínu besta formi í því sem þú gerir."

„Ég sé um heimilið og læt allt ganga upp. Ég hugsa um börnin og heimilið okkar."

Þessa stundina eigast við Juventus og Spezia í Serie A og þar er Ronaldo í byrjunarliði heimamanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner