Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. mars 2021 16:15
Magnús Már Einarsson
Wilder veit ekki hvort hann haldi áfram
Mynd: Getty Images
Chris Wilder, stjóri Sheffield United, segist ekki vita hvort hann haldi áfram sem stjóri iðsins á næsta tímabili.

Sheffield United er í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar og fall blasir við liðinu.

Wilder tók við Sheffield United árið 2016 og kom liðinu upp um tvær deildir á þremur árum. Sheffield United endaði í níunda sæti á síðasta tímabili en á þessu tímabili hefur gengið illa.

Aðspurður hvort að hann verði á næsta tímabili sagði Wilder: „Ég veit það ekki. Við gerum alltaf áætlanir til styttri, miðlungs og lengri tíma en það eru aðrir sem ákveða þetta en ég."

„Ég hef ekki átt þessi samtöl. Mér finnst að þau eigi að eiga sér stað en þau hafa ekki gert það."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner