Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   mið 02. apríl 2025 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorleifur Úlfarsson.
Þorleifur Úlfarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag. Besta deildin hefst á laugardag, þá hefst titilvörn Íslandsmeistaranna.

„Við ætlum að mæta eins undirbúnir og við mögulega getum. Við erum með hrikalega öflugan hóp og gott lið, erum búnir að æfa vel og erum mjög tilbúnir í þetta. Við ætlum að sýna eins góða frammistöðu og mögulega hægt er í hverjum einasta leik. Það er einfalda svarið," sagði Dóri aðspurður hvernig Breiðablik ætlar sér að verja titilinn.

Davíð Ingvarsson og Kristinn Jónsson verða ekki klárir í leik Breiðabliks gegn Aftureldingu á laugardag. Kristófer Ingi Kristinsson verður svo frá í lengri tíma. Það verður því líklega annað hvort hinn ungi Gabríel Snær Hallsson eða reynsluboltinn Andri Rafn Yeoman sem verður í vinstri bakverðinum í opnunarleiknum. „Það er ekki langt í Davíð og Kidda. Hópurinn lítur mjög vel út."

Breiðablik hefur verið orðað við Þorleif Úlfarsson að undanförnu. Þorleifur hefur glímt við meiðsli í u.þ.b. ár en hann fékk sig lausan frá ungverska félaginu Debrecen fyrr í vetur. Framherjinn er að komast af stað eftir meiðsli, æfði aðeins með Blikum í æfingaferð liðsins og spurning hvar hann spilar næst á ferlinum.

„Við erum ekki aktíft að skoða leikmenn. En ef það dettur eitthvað upp í hendurnar á okkur sem virkilega styrkir okkur þá skoðum við það alvarlega."

„Dolli er hjá okkur alla daga og æfir með okkur eins langt og það nær. Fótboltinn hefur aðeins minnkað hjá honum (á síðustu æfingum), hann er bara í stífri endurhæfingu. Hann er auðvitað Bliki og er hjá okkur núna. Svo sjáum við til hvað verður með það."


Félagaskiptaglugginn lokar 29. apríl. Það yrði kannski ekkert svakalega óvænt ef hann fengi félagaskipti í Breiðablik fyrir 29., eða hvað?

„Við erum raunverulega ekki komnir svo langt ennþá. Ef við getum fundið einhverja lausn sem hentar báðum aðilum, hann geti styrkt okkur í einhvern tíma og við hjálpað honum að komast af stað, í einhverjum draumaheimi væri það flott lausn. En við erum ekki alveg komnir þangað ennþá."
Athugasemdir
banner