Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 02. apríl 2025 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorleifur Úlfarsson.
Þorleifur Úlfarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag. Besta deildin hefst á laugardag, þá hefst titilvörn Íslandsmeistaranna.

„Við ætlum að mæta eins undirbúnir og við mögulega getum. Við erum með hrikalega öflugan hóp og gott lið, erum búnir að æfa vel og erum mjög tilbúnir í þetta. Við ætlum að sýna eins góða frammistöðu og mögulega hægt er í hverjum einasta leik. Það er einfalda svarið," sagði Dóri aðspurður hvernig Breiðablik ætlar sér að verja titilinn.

Davíð Ingvarsson og Kristinn Jónsson verða ekki klárir í leik Breiðabliks gegn Aftureldingu á laugardag. Kristófer Ingi Kristinsson verður svo frá í lengri tíma. Það verður því líklega annað hvort hinn ungi Gabríel Snær Hallsson eða reynsluboltinn Andri Rafn Yeoman sem verður í vinstri bakverðinum í opnunarleiknum. „Það er ekki langt í Davíð og Kidda. Hópurinn lítur mjög vel út."

Breiðablik hefur verið orðað við Þorleif Úlfarsson að undanförnu. Þorleifur hefur glímt við meiðsli í u.þ.b. ár en hann fékk sig lausan frá ungverska félaginu Debrecen fyrr í vetur. Framherjinn er að komast af stað eftir meiðsli, æfði aðeins með Blikum í æfingaferð liðsins og spurning hvar hann spilar næst á ferlinum.

„Við erum ekki aktíft að skoða leikmenn. En ef það dettur eitthvað upp í hendurnar á okkur sem virkilega styrkir okkur þá skoðum við það alvarlega."

„Dolli er hjá okkur alla daga og æfir með okkur eins langt og það nær. Fótboltinn hefur aðeins minnkað hjá honum (á síðustu æfingum), hann er bara í stífri endurhæfingu. Hann er auðvitað Bliki og er hjá okkur núna. Svo sjáum við til hvað verður með það."


Félagaskiptaglugginn lokar 29. apríl. Það yrði kannski ekkert svakalega óvænt ef hann fengi félagaskipti í Breiðablik fyrir 29., eða hvað?

„Við erum raunverulega ekki komnir svo langt ennþá. Ef við getum fundið einhverja lausn sem hentar báðum aðilum, hann geti styrkt okkur í einhvern tíma og við hjálpað honum að komast af stað, í einhverjum draumaheimi væri það flott lausn. En við erum ekki alveg komnir þangað ennþá."
Athugasemdir
banner