Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   mið 02. apríl 2025 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorleifur Úlfarsson.
Þorleifur Úlfarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag. Besta deildin hefst á laugardag, þá hefst titilvörn Íslandsmeistaranna.

„Við ætlum að mæta eins undirbúnir og við mögulega getum. Við erum með hrikalega öflugan hóp og gott lið, erum búnir að æfa vel og erum mjög tilbúnir í þetta. Við ætlum að sýna eins góða frammistöðu og mögulega hægt er í hverjum einasta leik. Það er einfalda svarið," sagði Dóri aðspurður hvernig Breiðablik ætlar sér að verja titilinn.

Davíð Ingvarsson og Kristinn Jónsson verða ekki klárir í leik Breiðabliks gegn Aftureldingu á laugardag. Kristófer Ingi Kristinsson verður svo frá í lengri tíma. Það verður því líklega annað hvort hinn ungi Gabríel Snær Hallsson eða reynsluboltinn Andri Rafn Yeoman sem verður í vinstri bakverðinum í opnunarleiknum. „Það er ekki langt í Davíð og Kidda. Hópurinn lítur mjög vel út."

Breiðablik hefur verið orðað við Þorleif Úlfarsson að undanförnu. Þorleifur hefur glímt við meiðsli í u.þ.b. ár en hann fékk sig lausan frá ungverska félaginu Debrecen fyrr í vetur. Framherjinn er að komast af stað eftir meiðsli, æfði aðeins með Blikum í æfingaferð liðsins og spurning hvar hann spilar næst á ferlinum.

„Við erum ekki aktíft að skoða leikmenn. En ef það dettur eitthvað upp í hendurnar á okkur sem virkilega styrkir okkur þá skoðum við það alvarlega."

„Dolli er hjá okkur alla daga og æfir með okkur eins langt og það nær. Fótboltinn hefur aðeins minnkað hjá honum (á síðustu æfingum), hann er bara í stífri endurhæfingu. Hann er auðvitað Bliki og er hjá okkur núna. Svo sjáum við til hvað verður með það."


Félagaskiptaglugginn lokar 29. apríl. Það yrði kannski ekkert svakalega óvænt ef hann fengi félagaskipti í Breiðablik fyrir 29., eða hvað?

„Við erum raunverulega ekki komnir svo langt ennþá. Ef við getum fundið einhverja lausn sem hentar báðum aðilum, hann geti styrkt okkur í einhvern tíma og við hjálpað honum að komast af stað, í einhverjum draumaheimi væri það flott lausn. En við erum ekki alveg komnir þangað ennþá."
Athugasemdir
banner