Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 02. apríl 2025 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorleifur Úlfarsson.
Þorleifur Úlfarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag. Besta deildin hefst á laugardag, þá hefst titilvörn Íslandsmeistaranna.

„Við ætlum að mæta eins undirbúnir og við mögulega getum. Við erum með hrikalega öflugan hóp og gott lið, erum búnir að æfa vel og erum mjög tilbúnir í þetta. Við ætlum að sýna eins góða frammistöðu og mögulega hægt er í hverjum einasta leik. Það er einfalda svarið," sagði Dóri aðspurður hvernig Breiðablik ætlar sér að verja titilinn.

Davíð Ingvarsson og Kristinn Jónsson verða ekki klárir í leik Breiðabliks gegn Aftureldingu á laugardag. Kristófer Ingi Kristinsson verður svo frá í lengri tíma. Það verður því líklega annað hvort hinn ungi Gabríel Snær Hallsson eða reynsluboltinn Andri Rafn Yeoman sem verður í vinstri bakverðinum í opnunarleiknum. „Það er ekki langt í Davíð og Kidda. Hópurinn lítur mjög vel út."

Breiðablik hefur verið orðað við Þorleif Úlfarsson að undanförnu. Þorleifur hefur glímt við meiðsli í u.þ.b. ár en hann fékk sig lausan frá ungverska félaginu Debrecen fyrr í vetur. Framherjinn er að komast af stað eftir meiðsli, æfði aðeins með Blikum í æfingaferð liðsins og spurning hvar hann spilar næst á ferlinum.

„Við erum ekki aktíft að skoða leikmenn. En ef það dettur eitthvað upp í hendurnar á okkur sem virkilega styrkir okkur þá skoðum við það alvarlega."

„Dolli er hjá okkur alla daga og æfir með okkur eins langt og það nær. Fótboltinn hefur aðeins minnkað hjá honum (á síðustu æfingum), hann er bara í stífri endurhæfingu. Hann er auðvitað Bliki og er hjá okkur núna. Svo sjáum við til hvað verður með það."


Félagaskiptaglugginn lokar 29. apríl. Það yrði kannski ekkert svakalega óvænt ef hann fengi félagaskipti í Breiðablik fyrir 29., eða hvað?

„Við erum raunverulega ekki komnir svo langt ennþá. Ef við getum fundið einhverja lausn sem hentar báðum aðilum, hann geti styrkt okkur í einhvern tíma og við hjálpað honum að komast af stað, í einhverjum draumaheimi væri það flott lausn. En við erum ekki alveg komnir þangað ennþá."
Athugasemdir