Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. maí 2021 14:01
Victor Pálsson
Danmörk: Sveinn Aron spilaði örfáar mínútur - Stefán Teitur af velli í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen fékk ekki margar mínútur hjá liði OB í dag sem mætti Sonderjyske í Danmörku.

Sveinn var eini Íslendingurinn á leikskýrslu í þessum leik og byrjaði á bekknum í leik sem OB tapaði, 2-0.

Íslenski landsliðsmaðurinn fékk þó aðeins þrjár mínútur í tapinu og kom inná á 87. mínútu.

Í B-deildinni spiluðu þrír Íslendingar er Frederica tapaði 1-0 heima gegn Silkeborg.

Elías Rafn Ólafsson varði mark Frederica í leiknum og Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark Silkeborg. Stefán Teitur Þórðarson spilaði 34 mínútur fyrir Silkeborg.

Það er útlit fyrir að Stefán Teitur sé meiddur en hann var í byrjunarliðinu og fór af velli í fyrri hálfleik. Silkeborg styrkti stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með sigrinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner