Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   sun 02. maí 2021 22:07
Sverrir Örn Einarsson
Sindri Kristinn: Það var klárlega hrollur í mönnum
Sindri átti góðan leik í marki Keflavíkur.
Sindri átti góðan leik í marki Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er mjög slæm. Við komum hingað til að sækja þrjú stig en það er bara gott að vera búinn með fyrsta leikinn. Það var klárlega hrollur í mönnum hérna, margir sem ekki hafa spilað í efstu deild,“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur um tilfinninguna eftir 1-0 tap Keflavíkur gegn Víkingum fyrr í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Keflavík

Leikurinn var kaflaskiptur hjá Keflvíkingum og um spilamennsku sinna manna sagði Sindri.

„Fyrri hálfleikur var bara hræðilegur. Það sást að það var mjög mikið stress í mönnum og ég held að við getum verið fegnir að vera búnir með þennan leik og nú er bara vegurinn upp á við.“

Joey Gibbs sem Keflvíkingar horfa á til sem síns helsta markaskorara náði ekki að skora í kvöld þrátt fyrir ágætt færi. Um hann sagði Sindri.

„Við fengum dauðafæri og Þórður varði vel. Joey GIbbs er markamaskína og hann mun klárlega skora. En hann eins og flestir aðrir þarf að ná hrollinum úr sér.“

Keflavík á heimaleik næst gegn Stjörnunni. Verða menn búnir að ná úr sér hrollinum þá?

„Ég ætla nú ekki að lofa neinu. Við erum með marga mjög unga leikmenn en okkur vantaði sem dæmi hæð í vörnina og söknum fyrirliða okkur Magnúsa Þórs og Ísak Óla og það hefði klárlega hjálpað okkur að hafa hæð eins og markinu þá erum við ekki með neinn til að dekka Sölva.
Athugasemdir
banner
banner