Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   sun 02. júní 2019 21:25
Kristófer Jónsson
Gulli Gull: Væri alveg til í að keppa eftir þrjá daga
Gulli var gríðarlega ánægður eftir leikinn í dag.
Gulli var gríðarlega ánægður eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður og fyrirliði Breiðabliks, var gríðarlega sáttur eftir 4-1 sigur gegn FH í 7.umferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„Ég er bara hamingjusamur og stoltur af liðinu sem að ég er í. Við spiluðum gríðarlega vel á móti frábæru liði FH og það er ofboðslega gott að vera kominn í pásu eftir þennan sigur." sagði Gulli eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

Staðan var markalaus þegar að flautað var til hálfleiks eftir tíðindalitlar 45 mínútur en í seinni hálfleik skoruðu Blikar fjögur mörk.

„Við héldum bara áfram og mér fannst þeir þreytast svolítið í seinni hálfleik á meðan að við erum með leikmenn eins og Andra Yeoman og Aron Bjarnason sem að verða bara ekkert þreyttir. Mér fannst við bara hlaupa yfir þá."

Núna tekur við landsleikjahlé en Breiðablik fer inní það á toppnum þar sem að Skagamenn töpuðu gegn ÍBV í dag. Mikið hefur verið rætt um leikjaálagið en Gulli gefur lítið fyrir það.

„Það er gott að vera á toppnum alltaf. Við værum alveg til í að vera að keppa eftir þrjá daga. Það er svo gaman að keppa." sagði Gulli að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner