Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 02. júní 2020 18:56
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Hjörtur og félagar héldu hreinu í sigri Bröndby
Bröndby 1 - 0 SönderjyskE
1-0 Jesper Lindström ('61)

Hjörtur Hermannsson var á sínum stað í þriggja manna varnarlínu Bröndby er liðið tók á móti SönderjyskE í eina leik dagsins í dönsku ofurdeildinni.

Ísak Óli Ólafsson var utan hóps hjá SönderjyskE rétt eins og Eggert Gunnþór Jónsson sem tók út leikbann vegna uppsafnaðra spjalda.

Heimamenn voru betri í leiknum og stóðu uppi sem sigurvegarar þökk sé marki frá Jesper Lindström.

Lindström var skipt inn í hálfleik og skoraði hann stundarfjórðungi síðar. Hann fékk langan bolta upp völlinn, sneri á varnarmann og kláraði með lágu skoti í fjærhornið.

Bröndby er í fjórða sæti deildarinnar eftir sigurinn, tuttugu stigum frá toppliði Midtjylland. SönderjyskE er fjórum stigum frá fallsvæðinu.
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner
banner