Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fös 02. júní 2023 20:39
Matthías Freyr Matthíasson
Haddi Jónasar: Eigum ekki að tapa þremur leikjum 4 - 0
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Já 4 - 0 slæmt tap. Sanngjarnt tap. Við erum bara því miður ekki nógu góðir í dag. Við byrjum alltof passíft og við vorum búnir að tala um að koma út og vera aggressívir á þá og það tókst ekki og mér fannst þeir eflast og þegar þeir skora fyrsta markið að þá eflast þeir ennþá meira og við erum bara með of slaka frammistöðu sagði svekkur Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 4 - 0 tap gegn Stjörnunni í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 KA

Það er alltaf eitthvað jákvætt en það eru ekki margir punktar. Það sem við þurfum að átta okkur á er að þú þarft að vinna vissa grunnvinnu í fótbolta og liðið sem við erum með á ekki að tapa þremur leikjum 4 - 0 í sumar.

Það er ekki nógu gott og við þurfum að líta inn á við. Við þurfum að gera betur og það þýðir ekki að vorkenna sjálfum sér. KA lið sem mætir til leiks klárt og er tilbúið til að vinna fyrir hvorn annan það á ekki að tapa 4 - 0

Við erum of hægir á boltann. Við vinnum boltann og erum rosalega hægir við förum að hlaupa með hann og spilum til hliðar og spilum afturá bak. Við þurfum að vera hreyfanlegri, við þurfum að spila fram á við og við þurfum að þora. Ef boltinn endar oft hjá hafsent og markmanni þá þarftu alltaf að fara í gegnum ellefu til að skora og það er bara erfitt. 

Nánar er rætt við Hallgrím hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner