Já 4 - 0 slæmt tap. Sanngjarnt tap. Við erum bara því miður ekki nógu góðir í dag. Við byrjum alltof passíft og við vorum búnir að tala um að koma út og vera aggressívir á þá og það tókst ekki og mér fannst þeir eflast og þegar þeir skora fyrsta markið að þá eflast þeir ennþá meira og við erum bara með of slaka frammistöðu sagði svekkur Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 4 - 0 tap gegn Stjörnunni í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 0 KA
Það er alltaf eitthvað jákvætt en það eru ekki margir punktar. Það sem við þurfum að átta okkur á er að þú þarft að vinna vissa grunnvinnu í fótbolta og liðið sem við erum með á ekki að tapa þremur leikjum 4 - 0 í sumar.
Það er ekki nógu gott og við þurfum að líta inn á við. Við þurfum að gera betur og það þýðir ekki að vorkenna sjálfum sér. KA lið sem mætir til leiks klárt og er tilbúið til að vinna fyrir hvorn annan það á ekki að tapa 4 - 0
Við erum of hægir á boltann. Við vinnum boltann og erum rosalega hægir við förum að hlaupa með hann og spilum til hliðar og spilum afturá bak. Við þurfum að vera hreyfanlegri, við þurfum að spila fram á við og við þurfum að þora. Ef boltinn endar oft hjá hafsent og markmanni þá þarftu alltaf að fara í gegnum ellefu til að skora og það er bara erfitt.
Nánar er rætt við Hallgrím hér að ofan