Pólski dómarinn Szymon Marciniak, sem dæmdi úrslitaleik HM í Katar með glæsibrag, mun dæma úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á milli Manchester City og Inter.
Það eru hins vegar ekki allir sáttir við þá ákvörðun þar sem hann hefur valdið fjaðrafoki núna stuttu fyrir leikinn.
Marciniak mætti nefnilega á viðskiptaráðstefnu hjá Slawomir Mentzen, sem er þekktur stjórnmálamaður í Póllandi. Mentzen aðhyllist stefnu sem er lengst til hægri.
Eftir að Marciniak kom fram á ráðstefnunni þá var kallað eftir því að honum yrði skipt út í úrslitaleiknum. Þar á meðal voru samtök sem berjast gegn kynþáttafordómum í Póllandi.
Marciniak baðst afsökunar og sagðist ekki hafa vitað hver væri á bak við ráðstefnuna. Hann sagðist vera tilbúinn að takast á við afleiðingarnar en UFEA ætlar ekki að taka hann af úrslitaleiknum eftir að hafa rannsakað málið.
Athugasemdir