Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   sun 02. ágúst 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal vill 8 milljónir fyrir strák sem á ekki leik með aðalliðinu
Arsenal vill fá að minnsta kosti 8 milljónir punda fyrir sóknarmanninn Folarin Balogun.

Brentford, sem mun taka þátt í úrsliti umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni, hefur sýnt honum mikinn áhuga.

Verðmiðinn þykir ansi hár fyrir 19 ára gamlan sóknarmann sem hefur ekki enn spilað keppnisleik með aðalliðinu og má fara frítt næsta sumar þegar samningur hans rennur út.

Balogun hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning þar sem hann er ekki viss um það hvort að hann geti komist að hjá aðalliði Lundúnafélagsins.

Það er ekki aðeins Brentford sem hefur áhuga því Liverpool hefur einnig fylgst með gangi mála hjá honum, eins og félög í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner