Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mán 05. janúar 2026 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Dramatískt sigurmark í Leicester
Mynd: Leicester
Mynd: EPA
Leicester City 2 - 1 West Brom
1-0 Jordan Ayew ('18 )
1-1 Karlan Grant ('34 )
2-1 Issahaku Fatawu ('95)

Leicester City tók á móti West Bromwich Albion í síðasta leik 26. umferðar ensku Championship deildarinnar.

Jordan Ayew tók forystuna fyrir heimamenn í fyrri hálfleik eftir frábæran undirbúning frá Jordan James, en Karlan Grant jafnaði svo eftir góða sókn þar sem WBA spilaði mjög vel úr hápressunni frá Leicester. Þarna voru tveir fyrrum úrvalsdeildarleikmenn á ferðinni og var staðan jöfn í leikhlé.

Það ríkti þokkalegt jafnræði með liðunum í lokuðum leik sem einkenndist af mikilli baráttu. Gestirnir í liði West Brom voru aðeins hættulegri í sínum aðgerðum en hvorugu liði tókst að bæta marki við í venjulegum leiktíma.

Það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem heimamönnum í Leicester tókst að stela stigunum þremur með dramatísku sigurmarki. Þar var Issahaku Fatawu á ferðinni, hann skoraði með mögnuðu viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá Stephy Mavididi.

Fatawu skoraði sigurmarkið dramatíska aðeins nokkrum mínútum fyrir lokaflautið svo lokatölur urðu 2-1.

Leicester er um miðja deild með 37 stig eftir 26 umferðir, fjórum stigum en þó heilum sex sætum frá umspilssæti.

West Brom er með 31 stig, sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir
banner
banner