Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 02. ágúst 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giggs: Ég myndi ná í Grealish og Sancho
Sancho er sterrklega orðaður við Man Utd.
Sancho er sterrklega orðaður við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Rauðu djöflarnir þurfi að ná í Jack Grealish og Jadon Sancho í sumar.

Bæði Grealish og Sancho hafa verið sterklega orðaðir við United, en þeir munu báðir kosta sitt.

Giggs segir að United verði að opna veskið og ná í þessa tvo leikmenn.

„Þetta eru tveir góðir leikmenn. Grealish er vanur ensku úrvalsdeildinni og þarf engan aðlögunartíma. Ég tel að hann hafi rétta hugarfarið til að fara til United. Hann skorar líka mörk. Sancho er fljótur og beinskeyttur, en hann er líka mjög gáfaður leikmaður," sagði Giggs.

„Þetta eru tveir leikmenn sem ég myndi ná í ef þeir væru fáanlegir."

Man Utd verður í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir að hafa lent í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner