Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 02. ágúst 2021 10:36
Elvar Geir Magnússon
Gullbikarinn: Bandaríkin unnu í framlengdum úrslitaleik
Bandaríkin unnu Gullbikarinn.
Bandaríkin unnu Gullbikarinn.
Mynd: Getty Images
Bandaríkin unnu Mexíkó 1-0 í úrslitaleik Gullbikarsins og er þetta í sjöunda sinn sem Bandaríkin vinna keppnina.

Gullbikarinn er álfukeppni Ameríkulanda og er haldinn af CONCACAF, knattspyrnusambandi Norður- og Mið Ameríku og Karíbahafsins.

Ekkert var skorað í hefðbundnum leiktíma í úrslitaleiknum en markið sem réði úrslitum var skorað eftir fast leikatriði af Miles Robinson, varnarmanni Atalanta United, á 118. mínútu.

„Við leggjum mikla áherslu á föst leikatriði. Kellyn Acosta átti fullkomna spyrnu svo það var bara mitt hlutverk að klára," segir Robinson.

Mexíkó er eina þjóðin sem hefur unnið keppnina oftar en Bandaríkin. Mexíkó var betra liðið í fyrri hálfleik og komst nálægt því að komast yfir þegar skalli Rogelio Funes Mori var varinn af Matt Turner, markverði Bandaríkjanna.
Athugasemdir
banner
banner